Úrval - 01.02.1944, Síða 121
EINSTEIN
119
inn í afstæðiskenningunni er
hin afstæða stærð hiutar á
hreyfingu. Allir hlutir dragast
saman við hreyfingu. Athug-
anda, sem situr inni í hraðlest,
virðist lestin lengri en hinum,
sem horfir á hana utan frá.
Samdráttur hlutar á hreyfingu
vex að sama skapi og hraðinn
eykst. Meterskvarði myndi
verða svo stuttur, að hann
sæist ekki, ef hann hreyfðist
jafn hratt og ljósið.
Rúmið er því afstætt. 0g,
Einstein heldur því fram, að
tíminn sé það einnig. Fortíðin,
nútíðin og framtíðin eru aðeins
þrír púnktar í tímanum —
svipað og Washington, Nevv
5fork og Boston eru þrír púnktar
í rúminu. Vísindalega talað er
það alveg eins rökrétt að ferð-
ast frá rnorgundeginum til gær-
dagsins eins og að ferðast frá
Boston til Washington. Óháður
athugandi alheimsins myndi
geta greint allan tíma og allt
rúmið í einu vetfangi.
Tíminn, eins og rúmið, er af-
stæð hreyfing. Ef maðurinn
gæti náð meiri hraða en ljósið
•— sem auðvitað er mannlegum
mætti ofvaxið — myndi hann
fara fram úr fortíð sinni og
eiga fæðingardag sinn í fram-
tíöinni. Hann myndi sjá afleið-
ingar á undan orsökum og við-
burði áður en þeir gerðust.
Tíminn er aðeins hnattklukka,
sem mælir hreyfingu. Sérhver
reikistjama hefir sitt eigið
tímakerfi, sem er ólíkt tíma-
kerfi annarra stjama. Tíma-
kerfi jarðarinnar, sem er langt
frá því að vera algild mæling
tímans alls staðar, er aðeins
staðbundið kerfi, byggt á hreyf-
ingu jarðarinnar umhverfis sól-
ina. Dagur er mæling hreyfing-
ar í rúminu. Viðhorf okkar til
tímans er komið undir stöðu
okkar í rúminu. Ljósið, sem
flytur okkur mynd fjarlægrar
stjörnu, hefir ef til vill þotið
gegnum rúmið í milljónir ára,
áður en það komst til jarðarinn-
ar. Þess vegna er stjaman, sem
við sjáum í dag, ekki eins og
hún er nú, heldur eins og hún
var fyrir milljónum ára. Á
sama hátt hefir atburður, sem
gerðist á jörðinni fyrir þúsund
árum — eins og orustan við
Maraþon — ekki komið fyrir
augu athuganda á annari
stjömu fyrr en nú, og eðlilega
lítur þessi athugandi svo á, að
atburðurinn gerist á sama tíma
og hann sér hann — nefnilega
í dag.