Úrval - 01.06.1948, Page 56

Úrval - 01.06.1948, Page 56
54 TJRVAL inni, virtist ágalli minn ekki lengur vera eins þýðingarmikið atriði og fyrr. En mér tókst ekki að losna við stamið og þær afleiðingar, sem það hafði fyrir líf mitt. Ég missti af góðri stöðu í útgáfu- fyrirtæki einu, af því að þess var krafizt, að ég ræddi daglega við rithöfunda og stjórnarmenn fyrirtækisins. Ég missti oftar af góðri atvinnu af sömu ástæðu. Ég fór að æfa mig í að tala með syngjandi rödd og eftir hljóðfalli. Það var eins með mig og miljónir þjáningarbræðra minna: erfiðleikarnir minnka við rímuð Ijóð og hverfa alger- lega í söng. Mér tókst að segja langa setningu hiklaust og lesa kvæði án þess að reka í vörð- urnar. En þegar út í daglega lífið kom, fór á sömu leið og áður. Öttinn náði aftur tökum á mér. Ég hikstaði á fyrsta orð- inu, þvínæst öðru og síðan þriðja. Ég stamaði eins og fyrr. Næst leitaði ég ráða hjá lækn- um. Einn sagði mér, að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af staminu, það mundi „eldast af mér.“ Geðlæknir lét mig fá róandi lyf og ráðlagði konu minni að „telja í mig kjark,“ þegar ég fengi þunglyndisköst. Allt var árangurslaust. Dag nokkurn ákvað ég, í ör- væntingu minni, að athuga ástand Josephs P. Blank í alvöru, í fyrsta skipti í 25 ára baráttu, og að hugsa um ágalla minn. Ég sagði við sjálfan mig: Hverjum er þetta að kenna ? Ég varð að viðurkenna, að hvorki kona mín, vinir mínir né kenn- arar áttu sökina á því — mér einum var um að kenna. Og ég varð að sigrast á þessu böli mínu einn eða lúta því alla ævi. 1 öðru lagi: Hver var orsök þess, að ég stamaði ? Ég stamaði aldrei þegar ég var einn; það kom aðeins fyrir í návist ann- arra. Athyglin, sem ég varð fyrir og umhyggja þeirra, sem nálægt mér voru, hafði skapað andsvar, sem birtist í hljóðstíflu eða stami. Ég var hræddur við að stama, hræddur við tilfinningar, sem því voru samfara. I þriðja lagi: hvenar var ég „góður“ og hvenær „slæmur“? Mér gekk bezt að tala á morgn- ana, þegar ég var óþreyttur, andlega og líkamlega. Ég stam- aði mest, þegar ég var þreyttur eða sljór. Ég sannfærði sjálfan mig um eftirfarandi stað-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.