Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 14

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL maganum er fituríkt og benz- pyren leysist upp í fitu. Þannig safnast benzpyren fyrir í yzta lagi slímhúðarinnar og þaðan gætir áhrifa þess stöðugt á frumumar sem undir eru. I kirtlamaganum er aftur á móti ekkert fitulag þar sem benzpyr- en gæti safnast fyrir. Ef benz- pyrenið kemst niður í kirtlamag- ann þá hefur það aðeins skamma viðdvöl þar og áhrif þess á frum- ur magans geta því ekki orðið eins langvarandi og í formag- anum. Vandinn er því að finna að- ferð til að láta krabbameins- vekjandi efni safnast fyrir í kirtlamaga tilraunadýranna nógu lengi og nógu mikið. Þetta hefur aðeins tekizt með „ónátt- úrlegri" aðferð, þ. e. með því að dæla efninu beint inn í maga- vegginn. Þá skapast þar forði af efninu sem hefur stöðug á- hrif á umhverfi sitt, og á þenn- an hátt hefur amerískum vís- indamönnum tekizt að fram- kalla krabbamein í kirtlamagan- um. Af þessu er ljóst, að maga- slímhúðin í dýrum er í sjálfu sér ekki ónæm fyrir áhrifum þeirra efna sem venjulega eru notuð til að framkalla krabba- mein og að breytingar á henni verða ekki seinna en í öðrum líffærum og vefjum. En hugsanlegt er að manns- maginn sé viðkvæmari en dýra- maginn og að þessi viðkvæmni sé arfbundin. Ameríski vísinda- maðurinn Strong hefur sem sé sýnt með tilraunum, að erfðir geta ráðið nokkru um tilkomu magakrabba í dýrum. Með því að víxlfrjóvga dýr af innæxluð- um músastofnum, sem að erfða- eiginleikum voru mjög ólíkir hvor öðrum, fékk Strong kyn- blendinga með nýjum erfðaeig- inleikum. Þessir kynblendingar og afkvæmi þeirra í nokkrar kynslóðir voru notuð til tilrauna. Dælt var undir húð þeirra efni sem veldur krabbameini og til áframhaldandi tímgunar valdi Strong mýs sem ekki fengu krabbamein þar sem efninu var dælt inn. Þannig fékk hann smámsaman undirstofna sem í staðinn fengu í innri líffæri æxli af því tagi sem annars finnast ekki að jafnaði í músum, og af þessum stofnum var einn sem skar sig úr af því leyti að flestar mýsnar fengu magakrabba, sem leit alveg eins út og krabbamein í mannsmaga. Strong skýrir nið- urstöðurnar af tilraunum sín- um þannig að efnagjöfin hafi á nokkrum kynslóðum valdið breytingu á erfðastofninum, stökkbreytingu sem birtist í til- hneigingu til að fá magakrabba. Um manninn er það að segja, að ekkert bendir til að maga- krabbi í honum sé bundinn við erfðir. Að vísu er vitað um stöku fjölskyldur, sem maga- krabbi er sérstaklega algengur í. —- Bonaparte-fjölskyldan er oft nefnd sem dæmi — en slíkt er aðeins tilviljun. Sjálfsagt er þó að taka ekki aðeins tillit til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.