Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 44

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL þegar myndatökustjórinn hefur lagt blessun sína yfir það, er myndin tilbúin til sýningar. Þetta er í stuttu máli lýsing á kvikmyndatöku hér í Dan- mörku. í Hollywood kemur myndatökustjórinn fyrst til skjalanna, þegar handritið er tilbúið, tjöld og skreyting kom- ið á sinn stað og leikararnir farðaðir og klæddir í búninga sína. Þá kemur hann fram á sviðið, kennir leikurunum til- svör sín, segir þeim hvort þeir eigi að koma inn frá hægri eða vinstri og hvað þeir eigi að gera. Hann skipar leikurum og ljósmyndurum fyrir verkum án þess að hafa í raun og veru nokkur úrslitaáhrif á inntak og boðskap myndarinnar; þegar bezt lætur má greina handbragð hans af ytra svipmóti. Lesandinn hristir nú vafa- laust höfuðið og segir að þetta séu ýkjur. En kæri lesandi, hvernig haldið þér að svona af- kastamikil stóriðja, svona gang- viss vél geti malað nótt og dag, ár eftir ár, ef hún væri ekki skipulögð á nákvæmlega sama hátt og önnur stórframleiðsla ? Hvernig haldið þér að skilyrði til listrænnar sköpunar séu við slíkar aðstæður? Hvað haldið þér að verði um ástina á hinni listrænu handiðn, hina kyrrlátu íhugun og hina streymandi sköpunargleði ? Nei, það er tóm blekking að tala um kvikmynda- list í þessu sambandi. Ef við viljum leggja stund á kvikmyndalist, þá verðum við að gera það við allt önnur skil- yrði. Mörg mikil listaverk hafa á liðnum tímum orðið til fyrir beiðni og fé einstaklinga, ríkis eða kirkju, en persónuleiki lista- mannsins, hagleikur hans, hef- ur alltaf sett mark sitt á lista- verkið (jafnvel hjá Rubens). Það var aldrei um stóriðju að ræða, aldrei vélræna skipulagn- ingu. í gömlu miðaldaverkstæð- unum, sem komust næst því, er við köllum stóriðju, ríkti félags- andi og ást á handverkinu. Við stórframleiðslu á sölukvik- myndum eða ríkisframleiðslu á heimildarkvikmyndum (Doku- mentarfilm) eru engin skilyrði til að hagnýta þá sérstöku eigin- leika, sem kvikmyndin býr yfir til listrænnar tjáningar. Einka- framleiðandinn einn getur hag- nýtt þá eiginleika. Það eru held- ur ekki hinar margvíslegu lista- stefnur nútímans, sem við þurf- um að kvikmynda í dag; það reyndu menn fyrir tuttugu ár- um, án þess það hefði nokkur áhrif á kvikmyndaiðnaðinn. Við verðum í dag að horfast í augu við þá staðreynd, að við getum ekki staðið stóriðnaðinum á sporði, að kvikmyndalistin get- ur ekki útrýmt sölukvikmynd- unum, sem snúast nótt og dag um gjörvallan heim. Sá, sem vill leggja stund á kvikmyndalist- ina, verður að vinna eins og tón- listarmaðurinn, rithöfundurinn eða málarinn, sem skapar lista- verk sitt óháður og spyr aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.