Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 89

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 89
SÝND OG VERULEIKI 87 ardómarinn hélt ræðu að frönsk- um sið og vandaði sig sérstak- lega vegna þeirrar sæmdar sem honum fannst sér gerð með ná- vist innanríkisráðherrans. Hann hóf mál sitt á því að fræða hjónaefnin um það sem þau vissu væntanlega fyrir. Hann sagði brúðgumanum að hann væri kominn af sómakærum for- eldrum og hefði atvinnu í vel- metinni starfsgrein. Hann árn- aði honum heilla. í tilefni af því að hann batzt nú hjúskap- arböndum á þeim aldri þegar margir ungir menn hugsuðu að- eins um að skemmta sér. Hann minnti brúðina á að faðir henn- ar væri hetja úr stríðinu sem í sárabætur hafði hlotið leyfi til að selja tóbak, og hann sagði henni að hún hefði unnið fyrir sér á heiðvirðan hátt síðan hún kom til Parísar í fyrirtæki sem bæri frönskum smekk fagurt vitni. Borgardómarinn var unn- andi fagurra bókmennta og minntist lauslega á ýmsa kunna elskendur skáldsagnalistarinn- ar: Rómeó og Júlíu, sem urðu að skilja eftir stutta löglega sambúð vegna hörmulegs mis- skilnings, Páls og Virginíu, sem heldur vildi láta lífið í votri gröf en að fórna siðprýði sinni með því að afklæðast, og loks Daph- nis og Chloe, sem ekki vildu njóta ástar hvors annars fyrr en lögin höfðu lagt blessun sína yfir hana. Ræðan var svo áhrifa- mikil að Lisette fékk tár í aug- un. Dómarinn fór viðurkenning- arorðum um Madame Saladin, sem með fordæmi sínu og fyrir- mælum hefði verndað hina ungu og fögru frænku sína gegn þeim hættum sem jafnan verða á vegi ungrar stúlku í stórborg, og að lokum minnti hann brúðhjónin á þann heiður sem innanríkis- ráðherrann sýndi þeim með því að vera svaramaður þeirra. Það væri vitnisburður um ráðvendni þeirra, að þessi stóriðjuhöldur og mikli stjórnmálamaður skyldi gefa sér tíma til slíks, og væri það ekki aðeins vottur um gott hjartalag hans heldur einnig vakandi skyldurækni. Pram- koma hans sýndi að hann skildi mikilvægi þess að ungt fólk gift- ist snemma og eignaðist börn til að auka mátt og áhrif hins ástkæra föðurlands. Þetta var vissulega góðu ræða. Brúðkaupsverðarins var neytt í Cháteau de Madrid, sem Mon- sieur Le Sueur átti tengdar við ljúfar endurminningar. Þess hef- ur þegar verið getið, að eitt hinna mörgu fyrirtækja sem ráðherrann (eins og við verðum nú að kalla hann) átti hlut í var bílaverksmiðja. Gjöf hans til brúðgumans var snotur f jögra manna bíll úr verksmiðju hans, og í honum óku brúðhjón- in af stað í brúðkaupsferð sína að afloknum brúðkaupsverðin- um. Þetta gat þó aðeins orðið tveggja daga brúðkaupsferð, því að brúðguminn varð að hverfa aftur til vinnu sinnar á mánu- dag, en þá þurfti hann að fara í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.