Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
ann. Það er eins gott að þau
heyri hann strax.“
„Hann hefur rétt fyrir sér,“
sagði hún og gat ekki haldið sér
lengur í skef jum. „Þú ert drukk-
inn. Farið þið nú. Farið þið.“
„Jæja, svo að þú skilur þýzku?
Allt í lagi, ég skal fara. En fyrst
verður þú að kyssa mig.“
Hún hörfaði undan til að forð-
ast hann, en hann greip um ann-
an úlnlið hennar.
„Pabbi,“ hrópaði hún. „Pabbí.“
Bóndinn réðst gegn Þjóðverj-
anum. Hann sleppti henni og sló
bóndann í andlitið af öllum
kröftum. Hann hneig niður á
gólfið. Svo tók hann stúlkuna
í fangið, áður en hún fékk tóm
til að flýja. Hún rak honum löðr-
ung . . . Hann hló kuldahlátur.
„Hegðar þú þér svona, þegar
þýzkur hermaður ætlar að kyssa
þig? Þú skalt fá þetta borgað.“
Hann hélt handleggium henn-
ar föstum og var að draga hana
út um dyrnar, þegar móðirin
réðst að honum, þreif í föt hans
og reyndi að toga hann til baka.
Hann hélt stúlkunni fast að sér
með annarri hendinni og stjak-
aði konunni frá með hinni, svo
að hún skjögraði aftur upp að
veggnum.
„Hans! Hans!“ hrópaði Willi.
„Haltu kjafti.“
Hann lagði lófann yfir munn
stúlkunnar, til þess að kæfa í
henni ópin, og bar hana út úr
herberginu. Þannig vildi þetta
til, og maður varð að játa, að
hún gat sjálfri sér um kennt.
Hún hefði ekki átt að gefa hon-
um kinnhestinn. Ef hún hefði
kysst hann, eins og hann bað
um, myndi hann hafa farið.
Hann skotraði augunum til
bóndans, sem enn lá á gólfinu,
og gat varla varizt hlátri, því
að hann var svo skringilegur í
framan. Það var bros í augum
hans, þegar hann leit á konuna,
sem hímdi upp við vegginn. Var
hún hrædd um, að röðin kæmi
næst að henni? Það var ekki
líklegt. Hann minntist fransks
máltækis.
„C’es le premier pas qui coúte.
Það er engin ástæða til að gráta,
gamla kona. Þetta hlaut að ske
fyrr eða seinna.“ Hann stakk
hendinni í bakvasann og dró upp
peningaveskið sitt. „Sjáðu til,
hérna eru hundrað frankar svo
að ungfrúin geti keypt sér nýj-
an kjól. Það er ekki mikið eftir
af þeim gamla.“ Hann lagði seð-
ilinn á borðið og setti á sig
hjálminn. „Við skulum fara.“
Þeir skelltu hurðinni á eftir
sér og stigu á mótorh jólið. Kon-
an fór inn í dagstofuna. Dóttir
hennar lá á legubekknum. Hún
lá eins og hann hafði skilið við
hana og grét sáran.
*
Þrem mánuðum seinna var
Hans aftur staddur í Soissons.
Hann hafði verið í París með hin-
um sigursæla her og hafði ekið
á mótorhjóli sínu gegnum Sigur-
bogann. Hann hafði tekið þátt
í sókninni, fyrst til Tours og síð-