Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 59
VAXMYNDASAFN MADAME TUSSAUD
57
ingunni. Hún lagði sér orð pró-
fessorsins á minni, og hafði
framvegis sérsýningu á þorp-
urunum — ég meina að sjálf-
sögðu þá síðarnefndu! Hún var
slunginn kvenmaður. Hún gerði
vaxmynd af sjálfri sér. Viljið
þér sjá hana?“
Við förum upp og nemum
staðar fyrir framan fjörlega
konu, sem lítur helzt út eins
og hún sé í Hjálpræðishernum.
Það má með réttu segja að
Madame Tussaud hafi reynt
sitt af hverju. Hún fæddist 1761
og dó 1850. Á þessum níutíu
árum lifði hún örlög þriggja
kynslóða. Tvisvar eyðilagðist
safn hennar í eldi, einu sinni
lenti hún með hundrað myndir
sínar í skipreika við strönd ír-
lands, og þrisvar sat hún í fang-
elsi. I heilan mánuð stóð hún
við fótstall fallaxarinnar og
gerði vaxmyndir af höfðum
Lúðvíks XVI, Maríu Antoinette,
Robespierre og margra annarra.
Oft voru henni færð höfuðin
í körfu heim til sín með fyrir-
mælum um að næsta morgun
yrði hún að hafa lokið mótun
þeirra, og hún vann næturlangt,
umkringd afhöggnum höfðum
af fólki, sem hún hafði þekkt
persónulega. 1 sannleika sagt
furðuleg kona . . .!
„Er hún ekki lítil ?“ segir
Tussaud um leið og hann lagar
fellingu í kjól hennar. „Eins og
raunar allar brúðurnar rnínar.
Við erum alitaf að stækka, en
um leið afköstum við minna.
Við búum kannski yfir eins
mikilli orku, en hún verður að
dreifast á stærri flöt. Því stærri
sem diskurinn er, því þynnri
verður súpan. Það var meiri
kraftur í fólkinu þegar það var
lítið . . .“
Við göngum í gegnum nokkra
sali með frægum mönnum, og
það er rétt: ég er höfði hærri
en þeir allir. Lyktin er eins og
í líkhúsi, sama staðnaða loftið,
blandað lykt af kertavaxi og
ónotuðum fötum; og sömu á-
horfendurnir, sem standa há-
tíðlegir andspænis lífvana lík-
ömunum. Það er hvíslað og
fólk gengur á tánum.
Eru vaxmyndirnar líkar fyrir-
myndunum ? Það er athyglisverð
spurning. Og svarið er einnig
merkilegt: myndirnar af þeim
sem dóu fyrir miðja síðustu
öld eru nauðalíkar, en eftir þann
tíma er líkingin með öllu horfin.
Þetta var mér undrunarefni.
Myndirnar af Napóleon, Nelson,
Talleyrand og Richelieu voru
frábærar, alveg eins og þessir
menn hljóta að hafa verið, en
af Churchill, Eisenhower og
Truman eru þær ekkert líkar.
Er þetta ekki merkilegt? Því að
vitað er, að Napóleon vildi að-
eins sitja fyrir Madame Tussaud
í fimm mínútur, meðan hann
snæddi morgunverð, og að Tall-
eyrand og Nelson kynntist hún
aldrei persónulega.
Af Churchill og Eisenhower
voru teknar gipsgrímur, augun
bjó til kunn gerviaugna verk-