Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 41

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 41
ER KVIKMYNDALIST TIL? 39 styrjöldina í Kóreu — öll myndin er svo kænlega gerð að hún ber engan keim af áróðri, hún virðist vera óhlutdræg lýsing á ástandinu eins og það er í Kóreu. Rússnesku áróð- ursmyndinni geta menn sneytt hjá, menn vita hvað hún er: hreinn og ómengaður kommún- istaáróður, en ameríska kvik- myndin egnir með æsiþrungn- um atburðum, kvalalosta, leik- stjörnum, kynþokka og öllu því sem almúgamaðurinn kann að óska af innibyrgðum hvöt- um sem fá útrás í myndinni. Það er sem sagt staðreynd, að kvikmyndir nútímans eru orðn- ar pólitískar — stórpólitískar; það er ríkisvaldið sem skapar kvikmyndirnar, ekki rithöfund- urinn og ekki myndatökustjór- inn. Þessvegna held ég það sé óðs manns æði að tala um kvik- myndalist og dæma kvikmynd- ir bíóanna frá listrænu sjónar- miði, eins og sumir ungir og áhugasamir gagnrýnendur reyna að gera; það er flótti frá veruleikanum, flótti sem er menningu vorri bráðhættuleg- ur. Hinar örfáu góðu ítölsku, frönsku, ensku og amerísku myndir sem við fáum stöku sinnum að sjá eru eins og sand- kom á sjávarströnd; það sem úrslitum ræður er hinn stöðugi straumur kvikmynda sem kem- ur af færiböndum verksmiðj- anna; það eru þær sem hafa áhrif á fólkið, móta hugsanir þess. Menn eru ekki eins vand- látir í vali þegar þeir fara í bíó, og þegar þeir fara á hljóm- leika, í leikhús eða kaupa sér bók; kvikmyndasýningar eru ódýrustu skemmtanir sem menn eiga völ á og að formi til þær lýðræðislegustu, en lýðræðinu íaunverulega hættulegar, því að 99 af hverjum hundrað þeirra eru notaðar til að vinna gegn lýðræðinu. Og nú komum við að spurningunni sjálfri — er kvikmyndagerðin tæknilegt fyrirbrigði eða er hún list- grein? Kvikmynd getur verið listaverk, kvikmyndatæknin gerir okkur kleift að túlka og skynja tilveruna frá nýrri hlið, en spánný listgrein held ég að kvikmyndagerðin sé ekki. Hún á rætur sínar í eldri listgrein- um: myndlistinni, leiklistinni, bókmenntunum og tónlistinni. En með kvikmyndinni er sem bæzt hafi alin við vöxt hinna gömlu listgreina, áhrifamáttur sem er nýr og frjóvgandi, þær hafa fært út kvíarnar með hjálp kvikmyndatækninnar. En sú fullyrðing að kvikmyndalistin sé ný og áður óþekkt listgrein er sambærileg við það ef við segðum að tónlistin hefði fyrst orðið til með uppfinningu slag- hörpunnar. Kvikmynd getur þannig verið listaverk, eða rétt- ara sagt tæki til listrænnar tjáningar, en það er svo sjald- gæft svo óendanlega sjaldgæft, að það er fjarri öllum veru- leika að tala um kvikmynda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.