Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 38
36
tíRVAL
staks litbera. Það eru lindýrin,
sem hafa gripanga út úr höfð-
inu, t. d. smokkfiskurinn. Lit-
beramir í húð þessara dýra eru
örsmáar blöðrur með lituðum
vökva í — rauðum, bláum, gul-
um, svörtum eða hvítum. I
hverri blöðru eru vöðvaþræðir,
sem geta flatt út blöðrurnar
þannig að þær verði eins og flöt
kringla og sýni betur litinn á
vökvanum. Taugaþráður stjórn-
ar hverri blöðru. Smokkfiskur-
inn er skapmikill fiskur, og geð-
brigði hans má lesa í bliki þeirra
þúsunda litbera, sem eru í húð
hans. Ef hvíldarró hans er rask-
að, getur hann orðið dumbrauð-
ur eða náhvítur, eða á honum
birtast gulir, brúnir, grænir og
bláir blettir við það að hann
fletur út litbera sína í mótmæla-
skyni.
Þó að við teljum að jafnaði
að litskrúð náttúrunnar sé mest
hjá jurtunum, leggja dýrin líka
til sinn hlut, og litarbreytingar
þeirra eru miklu sneggri og á-
hrifameiri.
Heimspekileg ró.
Þegar ég skoðaði hellir Sókratesar í Aþenu, rifjaðist upp fyrir
mér sagan af því, þegar konan hans lét dynja á honum venju
fremur mikinn reiðilestur. Hann virtist alveg ósnortinn af ham-
förum konu sinnar, og sá hún þá ekki annað ráð en að ná í
fulla fötu af vatni og skvetta yfir hann.
Sókrates leit þá á skikkju sína, sem vatnið draup úr, og
sagði: ,,Ég mátti búast við vætu eftir aðrar eins þrumur og
eldingar."
— Dr. J. Richard Sneed í „Magazine Digest".
Heilræði.
C. Aubrey Smith, sem var mikils metinn leikari og kvik-
myndaleikari á sínum tíma, borðaði jafnan miðdegisverð í litlu,
rólegu veitingahúsi í Hollywood, því að hann vildi fá að neyta
matar síns í kyrrð og næði. En dag nokkurn var hann svo
óheppinn, að við næsta borð sat hávaðasamur maður, sem
aldrei gat þagað og sifellt var að kalla á þjóninn.
Eitt sinn þegar honum fannst þjónninn seinn að bregða við,
sneri hann sér að Aubrey Smith og sagði: „Hvað þarf maður
að gera til að geta fengið eitt glas af vatni í þessari holu?"
„Hvernig væri ef þér reynduð að kveikja i yður?" sagði
Aubrey hæversklega. — Press Features.