Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 105

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 105
ÓSIGRANDI 103. „Ertu kaþólskur?“spurði frú Périer. „Já, ég er kaþólskur.“ „Ekki spillir það.“ „Það er fallegt, þar sem ég á heima, og moldin er frjósöm. Það er ekki betri jörð til frá Miinchen til Innsbriick, og það er eignarjörð. Afi minn keypti hana eftir stríðið 1870. Og við eigum bíl og útvarp, og það er sími hjá okkur.“ Annetta sneri sér að föður sínum. „Það vantar ekki, hann er til- litssamur, þessi heiðursmaður,“ sagði hún hæðnislega. Hún leit á Hans. „Það væri skemmtileg aðstaða fyrir mig, útlending frá sigruðu landi og með lausa- leiksbarn í eftirdragi. Þetta rausnarboð myndi gera mig hamingjusama, haldið þið það ekki?“ Périer, sem var fámáll maður, lagði nú í fyrsta sinn orð í belg. „Ég skal ekki neita því, að þú hefur boðið gott boð. Ég barðist í síðustu styrjöld, og við gerðum margt, sem við myndum ekki hafa gert á frið- artímum. Mannlegt eðli er alltaf samt við sig. En nú er sonur okkar dáinn og við eigum ekkert eftir nema Annettu. Við getum ekki misst hana.“ „Ég bjóst við bessu,“ sagði Hans. „og ég hef svar við því. Ég sezt hérna að.“ „Hvað áttu við?“ spurði frú. Périer. „Ég á annan bróður. Hann getur verið heima og hjálpað föður mínum. Ég kann vel við þetta land. Með dugnaði og framtakssemi ætti að vera hægt að láta jörðina ykkar bera sig vel. Þegar stríðinu lýkur setj- ast margir Þjóðverjar að hér. Það er alkunna, að þið Frakkar hafið ekki nóg af karlmönnum til að yrkja land ykkar. Ég hlustaði á fyrirlestur um þetta í Soissons um daginn. Fyrirles- arinn sagði, að þriðji hluti jarð- anna væru í órækt vegna skorts á vinnukrafti.“ Gömlu hjónin litu hvort á annað, og Annetta sá að þau voru á báðum áttum. Þetta var einmitt það, sem þau vantaði, eftir að sonurinn dó — hraustan og duglegan tengdason, sem gæti tekið við búinu, þegar þau voru orðin of gömul til að vinna störfin. „Þetta breytir miklu,“ sagði frú Périer. „Þetta væri athug- andi.“ „Þegiðu,“ sagði Annetta hranalega. Hún laut áfram og horfði hvasst á Þjóðverjann. „Ég er trúlofuð kennara, sem kenndi í drengjaskóla í sömu borg og ég, og við ætlum að gifta okkur eftir stríðið. Hann er ekki eins stór og sterkur og bú, og ekki heldur eins laglegur; hann er lágvaxinn og veik- byggður. Eini fríðleiki hans eru gáfurnar, eini styrkur hans er göfuglyndið. Hann er ekki villi- maður, hann er siðmenntaður maður; hann á að baki sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.