Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 29
FRAMTlÐ MANNSINS 1 LJÓSI LÍFFRÆÐINNAR
27
blómgist frekar við erfið heldur
en auðveld lífsskilyrði, og að
„maðurinn skapi sér menningu
. . . sem andsvar við sérstak-
lega erfiðum aðstæðum, er
hvetji hann til að beita kröftum
sínum til hins ýtrasta.“
Framhaldandi líf þjóðanna nú
á atómöldinni er umhugsunar-
efni manna af öllum stéttum.
„Samkeppni milli þjóða til að
halda lífi (competitive surviv-
al)“, segir Brock Chisholm, for-
seti alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, ,,er nú orðin
sama og sjálfsmorð þjóða (raci-
al suicide)“. Þessi bölsýni dr.
Chisholms er ekki réttmæt.
Hann hefur kannski í huga
brezka og evrópska menningu
eins og hún er nú. Samkeppni
miili heimsvelda og ólíkra menn-
ingarhátta er ekki hættuleg
kynþættinum. En hún er óneit-
anlega hættuleg ríkisstjórnum,
öllum félagslegum stofnunum
og þó einkum öllum einstakl-
ingum í valda- og áhrifastöðum.
Alheimssamkeppni mun vissu-
lega varpa á hug mörgum
gömlum félagsformum og millj-
ónum einstaklinga á öllum aldri;
þannig mun skapast nýtt lífs-
rúm fyrir ný félagsform og nýja
einstaklinga. Lögmálið um nátt-
úruvalið er enn við lýði.
Mannkynið mun kannski með
tímanum tileinka sér þá vizku
sem líkami okkar er fyrir löngu
búinn að tileinka sér: að betra
er að vinna saman (gagnkvæm
not) en að drepa. Maðurinn, sú
dýrategund sem flesta drepur
af eigin kyni og öðrum lífver-
um, á kannski eftir að komast,
gegnum röð erfiðra en jafnframt
örvandi reynsultímabila, upp á
æðra lífsstig en við þekkjum nú.
Sérhver einstaklingur þráir
frið, stöðugleika og öryggi, en
náttúran leggur á hann raunir
og þrengingar, og kannski veit
hún betur en við hvað okkur er
fyrir beztu.
Lífsmáttur mannkynsins
byggist á þeirri staðreynd, að
þeim einstaklingum f jölgar stöð-
ugt sem eru æ minna bundnir af
erfðum í viðbrögðum sínum við
breytilegu umhverfi. Við erum
að þroska með okkur ríkan
hæfileika til skjótra breytinga
á hegðun; til nýrra viðbragða
þegar hin gömlu duga ekki
lengur.
Maðurinn er „hinn vitiborni
api“ eina dýrið sem kann að
tala, gera sér verkfæri og
„binda“ tímann, þ. e. binda í
eigin reynslu vizku og reynslu
þeirra sem lifað hafa á undan
honum. Með þessum einstæðu
afrekum, sem unnin voru með
blóði og svita, hefur hann náð
því valdi yfir náttúrunni sem
engan dreymdi um.
Allar likur benda til langlífis
— ekki fyrir mannlegar stofn-
anir, jafnvel ekki fyrir menn-
ingu nútímans, og vissulega ekki
fyrir einstaklinginn — heldur
fyrir mannkynið.