Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 45
ER KVIKMYNDALIST TIL?
43
listamannssamvizku sjálfs sín
ráða. Og þetta er nú hægt.
Margir áhugamenn eiga nú mjó-
filmu-kvikmyndavél, sem þeir
taka á fjölskyldumyndir og
stuttar, barnalegar brellumynd-
ir. Því miður hafa þeir ekki gert
þessa tómstundaiðju að lifandi,
listrænni og í víðtækustum
skilningi lýðræðislegri iðju. En
tilvist þessara áhugamanna sýn-
ír okkur að skilyrði eru nú fyrir
hendi til þess að málari, skáld,
tónlistarmaður eða hver sem
hefur vilja og hæfileika, geti
opnað okkur heim kvikmynda-
listarinnar og sannfært okkur
um tilvist hennar. Að sjálfsögðu
rekumst við öðru hverju á lista-
verk í kvikmyndahúsunum, t. d.
hinar ítölsku myndir eftir-
stríðsáranna, en þær eru undan-
tekningar, tilorðnar við sérstök
þjóðfélagsleg skilyrði. Hitt er
meginregla, sem menningarlega
séð er mikilvægt að við gerum
okkur Ijóst, að kvikmyndin er
fyrst og fremst máttugt tæki
til að móta nútímamanninn,
tæki, sem gerir hinum fáu stóru
kleift að móta hina mörgu smáu
í sinni mynd.
Eina vonin til þess að kvik-
myndalistin geti þjónað hlut-
verki sínu er sú, að iðkendur
hennar vinni fyrir sömu unn-
endur, við sömu kjör og í sama
sköpunaranda og listamenn í
öðrum greinum, sem ekki hafa
náð jafnmikilli útbreiðslu: í
skáldskap, tónlist og málara-
list. Iðkendur kvikmyndalistar-
innar verða að vinna við hlið
allra annarra ábyrgra og þó
frjálsra og skapandi listamanna
— með því einu móti getur
kvikmyndalistin orðið að veru-
leika.
★
Hver er sínum hnútum kunnugastur.
Nonni litli hafði verið bólusettur og læknirinn ætlaði nú að
vef ja sárabindi um handlegginn. En Nonni vildi það ekki — hann
vildi fáið bindið um hinn handlegginn.
„Af hverju, Nonni?" spurði læknirínn, „bindið á að vera um
veika handlegginn, svo að strákarnir í skólanum meiði þig ekki
í honum.“
„Settu það heldur um hinn handlegginn," sagði Nonni ákvcð-
inn, „þú þekkir ekki strákana í skólanum."
— Kay Carlos i „World Digest".
„Af hverju reiddist hún, þegar þú sagðir henni að sokkarnir
á henni væru krumpnir?"
„Það kom í ljós, að hún var ekki í neinum sokkum."
•— Liverpool Echo.
o*