Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 40
38
tÍRVAL
hún fullkomnasta og furðuleg-
asta leikfang, sem enn hefur
sézt. En hún er ekki meinlaus
eins og hinar vélrænu brúður
og spil fyrri tíma. Kvikmyndir
nútímans eru í sannleika sagt
sprengiefni, vítisvél, því að hún
er máttugt tæki í höndum fram-
leiðendanna til að móta hugsan-
ir okkar og athafnir í miklu rík-
ara mæli en við gerum okkur
Ijóst. Þessi mikli áhrifamáttur
þeirra byggist á tvennu: hinni
geysimiklu útbreiðslu þeirra og
óhugnanlegum mætti þeirra til
blekkinga og sjónhverfinga.
I öllum heiminum eru nú
margfalt fleiri ólæsir menn en
þeir, sem ekki hafa séð kvik-
myndir. Þær fara eins og eldur
i sinu um öll lönd heims (eink-
um amerískar myndir). Átta
smáöskjur með 2000 metra
filmræmu eiga greiða leið landa,
á milli. Hinir óþrjótandi sölu-
möguleikar framleiðendanna
hafa gert kvikmyndirnar að
geysiverðmætri verzlunarvöru.
Verzlunarvara verður að full-
nægja neytendunum, þess vegna
eru neytendurnir vandir á sér-
staka vörutegund. Vörutegund,
sem ekki fer í bága við almenn-
ar siðgæðisvenjur, fellur í
smekk allra þjóðfélagsstétta og
þjónar hagsmunum æðri stétt-
anna. í öllum þeim kvikmynd-
um, sem renna af færiböndum
fjölframleiðslunnar, er áróður
fyrir valdboði, yfirstéttum,
kynþáttahatri, styrjöldum, sið-
gæðishefð eða kúgun, en það
er ekki beinn áróður, heldur
óbeinn, og vegna hins mikla
sýndarhæfileika kvikmyndanna,
vegna þess að almenningur
skynjar þær sem veruleika með
öllum sannfæringarkrafti raun-
veruleikans, er þessi áróður
hættulegur eins og seinvirkt eit-
ur, eitur, sem situr eftir í lík-
amanum og sýnir hægt og hægt
áhrif sín í hugsunarhætti og
hegðun almúgamannsins. Ég
ætla að reyna að færa sönnur á
þetta með dæmi, þó að ég hætti
mér með því inn á svið heims-
stjórnmálanna. Danskur al-
menningur vill ekki, að sögn
kvikmyndahússeigendanna, sjá
sovétkvikmyndir vegna þess að
þær eru áróður. Já, sovétkvik-
myndir eru áróður, hvernig
gætu þær verið annað, hvernig
getur kvikmynd verið annað en
túlkun á menningu og hugmynd-
um þess lands, sem framleiðir
þær? En sovétmyndirnar leyna
engu, þær eru beinn áróður, og
svo er hverjum manni frjálst
að meðtaka eða hafna þeim
áróðri. Amerískar myndir eru
jafnáróðurskenndar, en sá áróð-
ur er óbeinn og því miklu
hættulegri. Nýjasta dæmið um
þetta er „Njósnasveitin í Kór-
eu“. Það er afburða spennandi
mynd, gerð af glæsilegri tækni-
kunnáttu, en hún sveipar ame-
ríska hermanninn dýrðarljóma,
sem er víðsfjarri veruleikanum.
Danskur almenningur gleypir í
sig myndina og telur sig hafa
fengið óyggjandi fræðslu um