Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 101
ÓSIGRANDI
99
„Elskan mín,“ sagði hann.
Hún stökk á fætur og hratt
honum frá sér.
„Snertu mig ekki. Farðu.
Farðu burt. Ertu ekki búinn að
gera mér nógu mikið illt?“
Hún hljóp út úr herberginu.
Hann beið 1 nokkrar mínútur.
Hann var alveg ruglaður. Hann
ók hægt til Soissons, og þegar
hann var háttaður um kvöldið,
gat hann ekki sofnað fyrr en
eftir marga klukkutíma. Hann
var stöðugt að hugsa um Ann-
ettu. Það hafði fengið svo á
hann að sjá hana sitja þarna
við borðið hágrátandi. Það var
hans barn. sem hún gekk rneð.
Það fór að síga á hann svefn-
höfgi, en allt í einu glaðvaknaði
hann, það var eins og hann hefði
hrokkið upp við fallbyssuskot,
hann elskaði hana. Auðvitað
hafði hann hugsað mikið um
hana, en aldrei á þennan hátt;
hann hafði hugsað sem svo, að
það væri gaman, ef hann gæti
gert hana ástfangna í sér, það
væri sigur fyrir sig, ef hún
byði honum það, sem hann hafði
tekið með valdi, en honum hafði
aldrei flogið í hug, að hún gæti
í hans augum orðið öðruvísi en
aðrar konur. Hún var ekki hans
kvengerð. Hún var ekki sérstak-
lega fríð. Hún bjó ekki yfir
neinu seiðmagni. Hvers vegna
varð hann þá allt í einu gripinn
þessari kynlegu tilfinningu? Og
þetta var alls ekki skemmtileg
tilfinning, það var sársauki. En
hann vissi hvað hún boðaði;
hann var ástfanginn, oghann var
sælli en hann hafði nokkru sinni
verið fyrr á ævinni. Hann lang-
aði að vef ja hana örmum, hann
langaði að kjassa hana og kyssa
tárvot augu hennar. Hann girnt-
ist hana ekki eins og karlmenn
girnast konur, hann langaði til
að hugga hana, hann langaði
að hún brosti til hans — ein-
kennilegt, að hann hafði aldrei
séð hana brosa, hann langaði til
að sjá fallegu augun hennar full
mildi og blíðu.
I þrjá daga gat hann ekki far-
ið burt frá Soissons og í þrjá
daga, þrjá daga og þrjár næt-
ur, hugsaði hann um Annettu
og um barnið, sem hún myndi
fæða. Loks gat hann skroppið
til bóndabæjarins. Hann vildi
hitta frú Périer eina, og hann
hafði heppnina með sér, því að
hann hitti hana á veginum, spöl-
korn frá bænum. Hún hafði ver-
ið að safna spreki í skóginum
og var nú á heimleið með stórt
viðarknippi á bakinu. Hann
stöðvaði mótorhjólið. Honum
var ljóst, að vinsemd hennar í
hans garð stafaði einvörðungu
af því, að hann færði henni mat-
væli, en honum var sama um
það; honum var það nóg, að
hún var þægileg í viðmóti og
myndi halda áfram að vera það
meðan hún gæti kríað eitthvað
út úr honum. Hann sagði henni
að hann langaði til að tala við
hana og bað hana að leggja af
sér byrðina. Það var dumbungs-