Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Monsieur Le Sueur leit aftur
á hana. Þegar hann hafði sagt
henni í reiði sinni að ætlun sín
hefði verið að ánafna henni mil-
jón franka hafði hann ýkt tals-
vert af skiljanlegri ósk um að
gera henni ljóst hve svik henn-
ar hefðu orðið henni dýr. En
hann var ekki þannig maður að
hann tæki aftur orð sín ef virð-
ing hans var í veði.
„Það er miklu meira en mað-
ur í hans stöðu getur vænzt.
En ef hann elskar þig, mundi
hann aldrei víkja frá þér.“
„Sagði ég þér ekki, að hann
væri umferðasali? Hann getur
aðeins komið til Parísar á helg-
um.“
„Þá horfir málið auðvitað
öðruvísi við,“ sagði þingmað-
urinn. „Honum væri náttúrlega
mikil huggun að vita að ég gætti
þín í fjarveru hans.“
„Talsverð huggun," sagði Lis-
ette.
Til þess að örva samræðurnar
stóð hún upp og hjúfraði sig í
kjöltu þingmannsins. Hann
þrýsti hönd hennar blíðlega.
„Mér þykir mjög vænt um þig,
Lisette,“ sagði hann. „Ég vil
ekki að þú gerir neina vitleysu.
Ertu viss um að hann mundi
gera þig hamingiusama?“
„Ég held það.“
„Ég ætla að láta gera nauð-
synlegar eftirgrennslanir. Ég
mundi aldrei samþykkja að þú
giftist manni sem ekki er góð-
ur og siðprúður. Okkar beggja
vegna verðum við að geta treyst
þessum unga manni sem við ætl-
um nú að tengjast nánum bönd-
um.“
Lisette hreyfði engum mót-
mælum. Hún vissi að þingmað-
urinn vildi hafa góða reglu og
skipun á öllu. Hann bjóst nú til
að fara. Hann vildi færa Ma-
dame Le Sueur gleðitíðindin, og
hann þurfti að ná tali af nokkr-
um samflokksmönnum sínum.
„Það er aðeins eitt enn,“ sagði
hann um leið og hann kvaödi
Lisette ástúðlega. „Ef þú gift-
ist, krefst ég þess að þú hættir
að vinna. Staða eiginkonunnar
er á heimilinu, og það er gagn-
stætt öllum meginreglum mín-
um að gift kona taki brauðið
frá munni þurfandi manns.“
Lisette hugsaði með sér að
það mundi vera brosleg sjón að
sjá karlmann ganga um sýning-
arsal og vagga sér í lendunum
til að sýna alla kosti nýjustu
tízkukjólanna, en hún virti meg-
inreglur þingmannsins.
„Eins og þú vilt, elskan,“ sagði
hún.
Eftirgrennslanir hans leiddu
aðeins gott í l jós um unga mann-
inn, og einn laugardagsmorgun,
þegar lögformleg skilríki voru
fengin, voru þau gefin saman.
Monsieur Le Sueur, innanríkis-
ráðherra og Madame Saladin
voru vottar. Brúðguminn var
grannvaxin, beinnefjaður, fag-
ureygður og með svart, liöaci
hár, sem greitt var aftur frá
enninu. Plann líktist meira tenn-
isleikara en umferðasala. Borg-