Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 95
ÓSIGRANDl
93
an til Bordeaux. Hann hafði lít-
ið orðið var við bardaga. Einu
frönsku hermennirnir, sem hann
sá, voru herfangar. Eftir að
vopnahlé komst á, var hann mán-
aðartíma í París. Hann sendi
fjölskyldu sinni í Bayern póst-
kort og keypti gjafir handa
henni. Vegna þess að Willi
þekkti hvern krók og kima í
borginni, hafði hann orðið eftir,
en Hans var sendur til Soissons
með herdeild sinni, sem átti að
sameinast setuliðinu þar. Það
var snotur borg og hann undi
sér vel. Nóg að borða og kampa-
vínsflaskan kostaði ekki nema
tæpt mark í þýzkum gjaldeyri.
Þegar hann fékk skipun um að
fara þangað, kom honum í hug,
að gaman væri að heilsa upp á
stúlkuna, sem hann haf ði komizt
yfir. Hann ætlaði að gefa henni
silkisokka til merkis um að hann
væri sáttur við hana. Dag nokk-
urn, þegar hann hafði ekkert
við að vera, stakk hann silki-
sokkunum í vasann og settist
á mótorhjólið. Þetta var á yndis-
fögrum haustdegi, sást varla
ský á himni, og leið hans lá um
fagurt hérað. Veðrið hafði verið
svo gott undanfarið, að jafnvel
espitrén báru engin merki þess
að sumri væri að halla, og þó
var komið fram í september.
Hann villtist einu sinni á leið-
inni, og það tafði hann, en þrátt
fyrir það var hann kominn á
áfangastað eftri tæpan hálftíma.
Hundur gelti að honum, þegar
hann gekk heim að bænum.
Hann barði ekki að dyrum, held-
ur sneri hurðarhúninum og gekk
inn. Stúlkan sat við borðið og
var að afhýða kartöflur. Hún
stökk á fætur, þegar hún sá
hinn einkennisbúna mann.
„Hvað viljið þér?“ Þá þekkti
hún hann. Hún hörfaði upp að
veggnum og kreppti höndina um
hnífinn. „Það ert þú. Sochon.“
„Vertu ekki svona æst. Ég
ætla ekki að gera þér neitt.
Sjáðu, ég kom með silkisokka
handa þér.“
„Burt með þig og alla þína
silkisokka.“
„Vertu ekki að þessum kjána-
skap. Slepptu hnífnum. Þú þarft
ekki að vera hrædd við mig.“
„Ég er ekki hrædd við þig.“
Hún lét hnífinn detta á gólf-
ið. Hann tók af sér hjálminn
og settist. Hann teygði fram
annan fótinn og ýtti hnífnum til
sín.
„Á ég að afhýða nokkrar kart-
öflur fyrir þig?“ Hún svaraði
ekki. Hann beygði sig eftir
hnífnum, tók kartöflu úr skál-
inni og fór að afhýða hana.
Stúlkan var hörkuleg á svipinn
og augnaráðið hatursfullt. Hún
hallaðist upp að veggnum og
horfði á hann. Hann brosti til
hennar. „Hvers vegna ertu
svona reið á svipinn? Þú veizt,
að ég gerði þér ekki mikið mein.
Ég var æstur, við vorum það
allir, það hafði verið talað um
hinn ósigrandi franska her og
Maginotlínuna . . .“ hann lauk
setningunni með lágum, hlakk-