Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 96

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL andi hlátri. „Og vínið sveif á mig. Það hefði getað farið verr fyrir þér. Kvenfólki hefur ekki litizt illa á mig.“ Hún horfði hæðnislega á hann. „Farðu út héðan.“ „Ekki fyrr en mér sýnist.“ „Ef þú hypjar þig ekki burt, fer faðir minn til Soissons og kvartar við hershöfðingjann.“ „Hann skiptir sér ekkert af þessu. Okkur hefur verið fyrir- skipað að komast í vinfengi við íbúana. Hvað heitir þú?“ „Það kemur þér ekkert við.“ Hún var orðin rjóð í kinnum og eldur brann úr augum henn- ar. Hún var fallegri en hann hafði minnt hún væri. Hann hafði ekki valið illa. Hún var svo fíngerð, að maður gat haldið að hún hefði alizt upp í borg en ekki í sveit. Hann minntist þess, að móðir hennar hafði sagt að hún væri kennslukona. Hann strauk hendinni um Ijóst, hrokk- ið hár sitt og brosti við tilhugs- unina um hve margar stúlkur myndu hafa gleypt við því, sem henni stóð til boða. Hann var svo sólbrenndur í andliti, að aug- un sýndust blárri en ella. „Hvar eru foreldrar þínir?“ „IJti á akri.“ „Ég er svangur. Gefðu mér brauðbita, ost og glas af víni. Ég borga.“ Hún hló kuldahlátri. „Við höfum ekki bragðað ost mánuðum saman. Við höfum ekki nóg brauð til að seðja hung- ur okkar. Frakkar tóku hestana okkar fyrir einu ári og nú hafa Þjóðverjar tekið kýrnar, svínin, kjúklingana — allt.“ „Jæja, þeir borga ykkur þó fyrir það.“ „Getum við etið bréfsnepl- ana, sem þeir fengu okkur?“ Hún brast í grát. „Ertu svöng?“ „Nei,“ svaraði hún með beiskju, „við getum lifað kónga- lífi á kartöflum, brauði, næpum og káli. Á morgun fer pabbi til Soissons, til þess að vita hvort hann getur fengið keypt hrossa- kjöt.“ „Hlustaðu á mig, stúlka. Ég er enginn óþokki. Ég skal færa þér ost, og ég hugsa, ég geti krækt í bita af fleski.“ „Ég tek ekki á móti gjöfum frá þér. Fyrr skal ég svelta en ég snerti mat, sem bið, svínin ykkar, hafið stolið frá okkur.‘c „Við sjáum nú til,“ sagði hann góð látlega. Hann setti á sig hjálminn, stóð upp, kvaddi með orðunum: „Au revoir, mademoiselle“ og fór. Eftir tíu daga kom hann aft- ur. Hann gekk óboðinn í bæinnP eins og í fyrra skiptið, en nú hitti hann bóndann og konu hans í eldhúsinu. Þetta var um liádegisbilið og konan var að hræra í potti á eldavélinni. Bóndinn sat við borðið. Þau litu á hann, þegar hann kom inn, en það var engin undrun í augna- ráðinu. Dóttirin hafði augsýni- lega sagt þeim frá heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.