Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 99
ÓSIGRANDI
97'
honum ekki mistekist, þegar
hann hafði einsett sér að kom-
ast yfir stúlku. Hans hló í barm
sér og það brá fyrir kænsku-
glampa í augum hans.
Loks fékk hann tækifæri til
að heimsækja fólkið aftur. Hann
náði í ost, smjör, skyr, dós af
pylsum og ögn af kaffi og lagði
af stað á mótorhjólinu sínu. En
í þetta skipti hitti hann ekki
Annettu. Hún var með föður
sínum úti á akrinum. Gamla
konan var úti í garðinum, og hún
ljómaði öll þegar hún sá bögg-
ulinn, sem hann kom með. Hún
bauð honum inn í eldhúsið.
Hendur hennar titruðu, þegar
hún leysti bandið, og þegar hún
sá það sem hann hafði komið
með, fylltust augu hennar tár-
um.
„Þú ert ákaflega góður,“
sagði hún.
„Má ég setjast?“ spurði hann
hæverkslega..
„Auðvitað.“ Hún leit út
um gluggann, og Hans gizkaði
á að hún væri að fullvissa sig
um, að Annetta væri ekki að
koma. ,,Má ég bjóða þér glas
af víni?“
,,Ég þakka fyrir.“
Hann sá, að græðgi hennar
í matinn hafði valdið því, að
þótt hún væri ekki vingjarnleg
við hann, þá myndi hún ekki
með öllu frásnúin einhverju
samkomulagi. Það, að hún leit
út um gluggann, gerði þau næst-
um því samsek.
„Líkaði þér fleskið vel?“
spurði hann.
„Það var sælgæti.“
„Ég skal koma með meira
þegar ég verð á ferðinni næst.
Hvernig bragðaðist Annettu
það?“
„Hún snerti ekki bita af því
sem þú komst með. Hún segist
heldur vilja svelta.“
„Heimskulegt.“
„Ég sagði henni það líka.
Ég sagði, að það væri ekkert
unnið við að forsmá matinn, úr
því að hann væri til.“
Þau röbbuðu kumpánlega sam-
an meðan Hans sötraði vín-
ið. Hann komst að því, að hún
hét frú Périer. Hann spurði
hvort það væru fleiri í fjöl-
skyldunni. Hún andvarpaði.
Nei, þau höfðu átt son, en hann
hafði verið kvaddur í herinn í
stríðsbyrjun og hafði dáið. Hann
hafði ekki fallið á vígvellinum,
hann hafði veikzt af lungna-
bólgu og dáið á sjúkrahúsi í
Nancy.
„Það hryggir mig að heyra,“
sagði Hans.
„Honum líður ef til vill betur
heldur en ef hann hefði lifað.
Hann var að mörgu leyti líkur
Annettu. Hann hefði aldrei
getað þolað smán ósigursins.“
Hún varpaði aftur öndinni. „Ó,
vinur minn, við vorum svikin.“
„Af hverju voruð við að
berjast fyrir Pólverja? Hvað
komu þeir ykkur við?“
„Þú hefur rétt að mæla. Ef
við hefðum lofað Hitler að taka