Úrval - 01.06.1952, Side 99

Úrval - 01.06.1952, Side 99
ÓSIGRANDI 97' honum ekki mistekist, þegar hann hafði einsett sér að kom- ast yfir stúlku. Hans hló í barm sér og það brá fyrir kænsku- glampa í augum hans. Loks fékk hann tækifæri til að heimsækja fólkið aftur. Hann náði í ost, smjör, skyr, dós af pylsum og ögn af kaffi og lagði af stað á mótorhjólinu sínu. En í þetta skipti hitti hann ekki Annettu. Hún var með föður sínum úti á akrinum. Gamla konan var úti í garðinum, og hún ljómaði öll þegar hún sá bögg- ulinn, sem hann kom með. Hún bauð honum inn í eldhúsið. Hendur hennar titruðu, þegar hún leysti bandið, og þegar hún sá það sem hann hafði komið með, fylltust augu hennar tár- um. „Þú ert ákaflega góður,“ sagði hún. „Má ég setjast?“ spurði hann hæverkslega.. „Auðvitað.“ Hún leit út um gluggann, og Hans gizkaði á að hún væri að fullvissa sig um, að Annetta væri ekki að koma. ,,Má ég bjóða þér glas af víni?“ ,,Ég þakka fyrir.“ Hann sá, að græðgi hennar í matinn hafði valdið því, að þótt hún væri ekki vingjarnleg við hann, þá myndi hún ekki með öllu frásnúin einhverju samkomulagi. Það, að hún leit út um gluggann, gerði þau næst- um því samsek. „Líkaði þér fleskið vel?“ spurði hann. „Það var sælgæti.“ „Ég skal koma með meira þegar ég verð á ferðinni næst. Hvernig bragðaðist Annettu það?“ „Hún snerti ekki bita af því sem þú komst með. Hún segist heldur vilja svelta.“ „Heimskulegt.“ „Ég sagði henni það líka. Ég sagði, að það væri ekkert unnið við að forsmá matinn, úr því að hann væri til.“ Þau röbbuðu kumpánlega sam- an meðan Hans sötraði vín- ið. Hann komst að því, að hún hét frú Périer. Hann spurði hvort það væru fleiri í fjöl- skyldunni. Hún andvarpaði. Nei, þau höfðu átt son, en hann hafði verið kvaddur í herinn í stríðsbyrjun og hafði dáið. Hann hafði ekki fallið á vígvellinum, hann hafði veikzt af lungna- bólgu og dáið á sjúkrahúsi í Nancy. „Það hryggir mig að heyra,“ sagði Hans. „Honum líður ef til vill betur heldur en ef hann hefði lifað. Hann var að mörgu leyti líkur Annettu. Hann hefði aldrei getað þolað smán ósigursins.“ Hún varpaði aftur öndinni. „Ó, vinur minn, við vorum svikin.“ „Af hverju voruð við að berjast fyrir Pólverja? Hvað komu þeir ykkur við?“ „Þú hefur rétt að mæla. Ef við hefðum lofað Hitler að taka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.