Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 12
10
tTRVAL
takanlega há í Sviss, hinu mikla
landi gisti- og veitingahúsa.
Einnig er hugsanlegt, að ein-
hliða eða ófullnægjandi fæða
geti valdið magakrabba. Fleiri
atriði eru verð íhugunar og
margar kenningar hafa verið
settar fram.
Ef utanaðkomandi áhrif ráða
mestu um tilkomu krabbameins
í maga, mætti gera ráð fyrir
að vegna ólíkra lífsskilyrða væri
það ekki jafnalgengt meðal allra
þjóðflokka. Það hefur líka kom-
ið í ljós að svo er, en hvort sá
mismunur er fæðunni að kenna
eða einhverju öðru hefur ekki
tekizt að sannprófa. Magakrabbi
kemur einnig fyrir meðal frum-
stæðra þjóða, en dánarskýrslur
um þær eru of ófullkomnar til
þess að unnt sé að dæma um
hve algengur hann er. Dánartala
af völdum magakrabba er helm-
ingi hærri á Norðurlöndum, Hol-
landi, Sviss og Tékkóslóvakíu en
í Englandi; sökinni hefur verið
skellt á býzka bjórinn, hollenzka
brennivínið (genéver) o. fl., en
engar sönnur hafa fengizt af
eða á. Athyglisvert er, að út-
breiðsla magakrabba virðist að
nokkru leyti fara eftir stéttum:
að minnsta kosti í sumum lönd-
um virðist hann mun algengari
meðal lægri stéttanna en þeirra
efnaðri, sennilega vegna mis-
munar á lífskjörum og lífshátt-
um.
Með því að allt í sambandi við
manninn er að sjálfsögðu miklu
flóknara en í sambandi við dýrin
og erfiðara að glöggva sig á því„
var eðlilegt að menn reyndu
snemma að finna orsakir maga-
krabbans með tilraunum á dýr-
um, þar sem hægt var við ákveð-
in skilyrði að sannprófa áhrif
þeirra efna, sem grunuð voru.
um að valda krabbameini.
Sem tilraunadýr hafa einkum
verið notaðar mýs og rottur. En
maginn í þessum dýrum er ekkí
að öllu leyti sambærilegur við
mannsmagann. í honum er af-
hólf, formaginn, sem að nokkru
leyti svarar til sarpsins í fugl-
unum og þakinn er slímhúð, sem
að byggingu líkist mjög húð-
þekjunni. f hinum hluta mag-
ans, kirtlamaganum, er aftur á
móti slímhúð, sem mjög líkist
slímhúðinni í maga mannsins.
Ástæðan til þess að notaðar hafa
verið mýs og rottur, þrátt fyrir
þennan mismun er sú, að það
er tiltölulega auðvelt að fram-
kalla krabbamein í ýmsum líf-
færum þeirra með margvíslegum
efnum.
Vísindamaður í Suðurameríku,
Roffo að nafni, vildi með tilraun-
um sannprófa hvort krabba-
meinsvekjandi efni myndist í
matnum við upphitun eða steik-
ingu fæðunnar með því að gefa
rottum mat sem í var ofhituð
feiti af því tagi sem við menn-
irnir neytum að jafnaði. Rott-
urnar fengu æxli í magann, en
þau voru öll í formaganum og
gjörólík krabbameini í manns-
maga, voru einna líkust húðvört-
um. Stundum mátti einnig greina