Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 112

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 112
110 tJR VAL „Ég veit að það verður dreng- ur. Ég ætla að halda á honum og kenna honum að ganga. Og þegar hann eldist, ætla ég að kenna honum allt sem ég kann. Ég ætla að kenna honum að sitja hest og skjóta. Er fiskur- í læknum? Ég ætla að kenna honum að veiða. Ég verð stolt- asti faðir í heimi.“ Hún starði á hann með köldu og hörðu augnaráði. Svipur hennar var hörkulegur. Hug- mynd, hræðileg hugmynd var að fæðast í huga hennar. Hann brosti til hennar. ,,Ef til vill ferðu að elska mig, þegar þú sérð hve mikið ég elska drenginn. Ég skal vera þér góð- ur eiginmaður, yndið mitt.“ Hún sagði ekkert, en hélt á- fram að stara á hann. „Ætlar þú ekki að segja eitt einasta vingjarnlegt orð við mig?“ spurði hann. Hún roðnaði og kreppti hnef- ana. „Aðrir mega fyrirlíta mig. Ég ætla aldrei að gera neitt, sem ég get fyrirlitið sjálfa mig fyrir. Þú ert óvinur minn og þú verður alltaf óvinur minn. Ég lifi aðeins til þess að sjá Frakkland frjálst. Ef til vill verður það ekki á næsta ári eða árinu þar á eftir, ef til vill ekki fyrr en eftir þrjátíu ár, en það skeður einhverntíma. Aðrir geta hagað sér eins og þeir vilja, ég sem aldrei við þá. sem hafa gert innrás í land mitt. Ég hata þig og ég hata þetta barn, sem þú hefur gefið mér. Já, við höfum beðið ósigur. Áður en yfir lýkur skaltu sjá, að við höfum ekki gefizt upp. Farðu nú. Ég hef tekið ákvörðun og það er ekkert til á þessari jörð, sem getur breytt henni.“ Hann var þögull í eina eða tvær mínútur. „Hefur þú gert ráðstafanir til að fá lækni? Ég borga kostn- aðinn.“ „Iieldur þú að okkur langi til að breiða þessa smán út um alla sveitina? Móðir mín gerir það sem gera þarf.“ „En ef eitthvað kemur fyrir?“ „Hugsaðu heldur um það, sem þér kemur við!“ Hann andvarpaði og stóð upp. Hún horfði á eftir honum, þegar hann gekk niður að þjóðvegin- um. Henni gramdist, að sumt af því, sem hann hafði sagt, hafði vakið áður óþekktar kenndir í brjósti hennar. „Ó, guð, gefðu mér styrk,“ hrópaði hún. Það hékk spegill hjá dyrun- um og hún leit í hann. Hún brosti við spegilmyndinni. En það var fremur hatursfull gretta en bros. Það var komið fram í marz.. Það var mikið að gera hjá setu- liðinu 1 Soissons. Það voru her- sýningar og stöðugar æfingar. Enginn vafi var á því, að ný her- ferð var í vændum, en óbreyttu hermennirnir vissu ekki, hvert haldið yrði. Sumir héldu að inn- rás í England væri yfirvofandi,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.