Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 111
ÖSXGRANDI .
109
Þú kannt nóg í henni til þess
að skilja mif.'1
„Ég ætti að gera það. Ég
kenndi hana í tvö ár.“
Hann fór að tala þýzku, en
hún hélt áfram að tala móður-
mál sitt.
„Það er ekki einungis að ég
elski þig, ég dáist að þér. Ég
dáist að þokka þínum og yndis-
leik. Það er eitthvað í fari þínu
sem ég skil ekki. Ég ber virð-
ingu fyrir þér. Mér er Ijóst að
þú vilt ekki giftast mér núna,
þó það væri mögulegt. En Pierre
er dáinn.“
„Talaðu ekki um hann,“ sagði
hún æst. „Ég get ekki þolað
það.“
„Mig langaði aðeins til að
segja þér, að mér þykir leitt,
þín vegna, að hann skuli vera
dáinn.“
„Skotinn til bana af þýzkum
fangavörðum.“
„Ef til vill læknast sorg þín
þegar tímar líða. Þú veizt, að
þegar maður missir ástvm, þá
heldur maður að söknuðurinn
verði alltaf jafnsár, en það er
ekki rétt/ Væri þá ekki betra
fyrir þig að eiga föður fyrir
bamið þitt ?“
„Jafnvel þótt ekkert annað
væri til hindrunar — heldur þú
að ég gæti nokkumtíma gleymt
því, að þú ert Þjóðverji og ég
frönsk kona? Barnið yrði
mér eins og hrópandi ásök-
un allt mitt líf. Heldur þú
að ég eigi enga vini? Hvern-
ig gæti ég látið þá sjá mig með
barn, sem ég hef átt með
þýzkum hermanni? Það er að-
eins eitt, sem ég bið þig um;
láttu mig í friði í niðurlægingu
minni. Farðu, farðu — í guðs
bænum farðu og komdu aldrei
aftur.“
„En hann er líka mitt barn.
Ég vil hafa hann hjá mér.“
„Þú?“ sagði hún forviða.
„Hvaða þýðingu skyldi lausa-
leikskrakki, sem þú gazt í ölæði,
hafa fyrir þig?“
„Þú skilur mig ekki. Ég er svo
stoltur og hamingjusamur. Þeg-
ar ég frétti að þú værir ófrísk,
varð mér ljóst að ég elskaði
þig. Ég trúði því ekki í fyrstu;
það var svo óvænt. Skilur þú
ekki hvað ég á við? Barnið,
sem þú fæðir er mér meira virði
en allt annað í veröldinni. Ó, ég
veit ekki hvernig ég á að koma
orðum að því; það hefur vakið
hjá mér svo undarlegar tilfinn-
ingar, að ég skil sjálfan mig
ekki lengur.“
Hún horfði fast á hann og
það var kynlegur glampi í aug-
um hennar. Það var eins og
sigurhrós í augnaráðinu. Hún
hló. _
„Ég veit ekki hvort ég hef
meiri viðbjóð á fantaskap ykk-
ar Þjóðverja eða væminni við-
kvæmni.“
Hann virtist ekki hafa heyrt
það sem hún sagði.
„Ég er alltaf að hugsa um
hann.“
„Þú ert viss um að það verði
drengur?“