Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
list. Kvikmyndin er fyrirbrigði,
sem í eðli sínu er miklu skyld-
ara dagblöðunum, samgöngu-
tækjunum, útvarpinu, sjónvarp-
inu og öðrum tækniundrum nú-
tímans. Þessvegna held ég, að
sé nokkur von til þess að kvik-
myndagerðinni verði beint í
mannlega jákvæða átt, verði
það ekki fyrst og fremst gert
með framleiðslu listrænna kvik-
mynda (sem myndu fljótlega
fæla fólk burtu úr kvikmynda-
húsunum og koma iðnaðinum á
vonarvöl), eða með þoku-
kenndu málæði um það hvernig
kvikmynd eigi að vera heldur
með félagslegri rannsókn á
kvikmyndinni eins og hún er,
með því að komast inn að
kjarna þeirra miklu sálfræði-
legu hræringa sem kvikmyndin
leysir úr læðingi. Með því móti
mætti lánast að svifta blæjunni
frá augum fólksins, sýna því
svart á hvítu eftir hverju það
er að leita og hversvegna það
leitar þess, hvað því er boðið og
hversvegna — í stuttu máli
sýna því hið gamla lögmál um
orsök og afleiðingu. Þetta fé-
lagslega starf yrði leynilög-
reglustarf til þess að afhjúpa
þá svikamyllu í menningarleg-
um, mannlegum og pólitískum
efnum sem kvikmyndirnar eru.
Ef við viljum að kvikmyndin
sem slík verði mannkyninu,
menningunni og framtíðinni til
gagns, verður að hefja starfið
hér.
En eigum við þá að afneita
með öllu listrænum möguleik-
um kvikmyndanna, eigum við
að loka augunum fyrir því, að
kvikmyndirnar geta verið nýtt
tæki í höndum listamannsins ?
Nei, enginn listamaður sem vill
nýta: tjáningargetu sína til hins
ýtrasta getur gengið framhjá
kvikmyndalistinni (ég á hér
einkum við myndlistarmenn),
en jafnframt verða þeir að líta
raunsæjum augum á ástandið
og varast að láta blindast af
óljósum, rómantískum hugboð-
um um óvænta möguleika nýrr-
ar listgreinar. Hið fyrsta sem
þeir verða að gera sér ljóst er,
að vegna þess hve kvikmyndin
býr yfir geysimiklum áhrifa-
mætti og vegna hinna mikhi
dreifingar- og sölumöguleika,
er kvikmyndaframleiðslan svo
flókið og margþætt mál, að hún
blátt áfram kæfir listamann-
inn, ef til vill ekki við töku
fyrstu eða annarra myndarinn-
ar, en áreiðanlega síðar. Ég
heyri fólk mótmæla þessu og
þylja nöfn eins og Dreyer,
René Clair, Eisenstein og
Chaplin. Dreyer hefur alla ævi
sína fengið að gera tíu myndir,
sem eru mikil listaverk, en
náðu aldrei almenningshylli, og
þessvegna er hann nú atvinnu-
laus. Clair bjó til tvær eða
þrjár góðar myndir í Frakk-
landi; þær voru of listrænar,
of mikil þjóðfélagsgagnrýni í
þeim, og honum var vísað á
dyr. Það var ekki fyrr en hann
hafði beygt sig fyrir kröfum