Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 34
Kameljónið er aðeins eitt af mörg-um
dýrum, sem skipta litum.
Hvernig dýrin skipta litum.
Grein úr „Scientific American“,
eftir Lorus J. og Margery J. Milne.
EGAR þú mætir kunningja
þínum, sem nýkominn er úr
sumarleyfi, helzt frá einhverj-
um baðstað, er það kurteisis-
skylda þín að segja: „En hvað
þú ert fallega brúnn!“ Slíkt er
ekki annað en verðskulduð laun
fyrir þau miklu óþægindi sem
sólbruninn hefur bakað honum.
Að sínu leyti eru það einnig
hrósyrði um merkilega eigin-
leika hörundsins, sem eru ekki
síður til gagns en skrauts. Mynd-
un brúna litarins er ósjálfráð
vörn okkar gegn skaðlegum
geislum í sterku sólarljósi. Þeg-
ar sólarljóssins gætir lítið, eins
og á veturna, hverfur brúni lit-
urinn úr hörundinu, sem aftur
hleypir bá í gegn útfjólubláum
geislum, til þess að það geti
myndað D-vítamín. Breyting
hörundslitarins er m. ö. o. ein að-
ferð ekkar til að laga okkur eftir
umhverfinu, líkt og skjálftinn,
sem er vörn gegn kulda.
I dýraríkinu eru til ótal dæmi
um litarbreytingar, miklu gagn-
gerðari en eiga sér stað hjá
manninum. Þær breytingar
verða af ýmsum ástæðum og
með ýmsu móti, litarbreytingin í
hörundi mannsins er raunar sér-
staks eðlis, eins og síðar verður
að vikið.
Kunnast fyrir að skipta litum
er kameljónið. Þessi afríkueðla.
er grannvaxin með langan,
hringaðan hala og ákaflega sein-
lát. Venjulega er hún laufgræn
að lit, en getur á örfáum mín-
útum tekið á sig mismunandi
brúna liti eða rauða og jafnvel
svartan.
Það er almenn trú, að kame-
ljónið sé skýrast dæmi um það
hvernig dýr geta tekið á sig lit
umhverfisins til að dyljast. Hið
honum, inní samfélag sem ekki
þarf að læsa neinum dyrum fyr-
ir honum og einskis pappírs
þarfnast til að skrá á orð hans
og athafnir. Hann er frjáls mað-
ur því að hann hefur lært að
stjórna sjálfum sér, og ham-
ingjusamur af því að hann get-
ur rækt skyldur sínar við aðra
og sjálfan sig sem ábyrgur
þegn í samfélagi, hluttakandi í
víðfeðmu bræðralagi.