Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 27
FRAMTÍÐ MANNSINS 1 LJÖSI LlFFRÆÐINNAR
25
iagsheilda og tegunda eru stöð-
ugt að deyja án þess að það hafi
áhrif á framhaldandi líf tegund-
anna.
í mannlegu samfélagi er ekki
aðeins einstaklingurinn skamm-
lífur; ríkisstjórnir og félags-
hættir lifa einnig stutt í saman-
burði við æviskeið mannkynsins
sem tegundar. Við deyjum, en
mannkynið lifir — eða hefur að
minnsta kosti lifað til þessa.
Hinar stööugu breytingar sem
verða á einstaklingum eða teg-
undum þurfa ekki endilega að
horfa til framfara. Það er erfitt
að skilgreina framfarir. Sumir
líffræðingar munu segja, að
sérhver breyting á lífveru, sem
horfir til lengra lífs sé framför
að því marki og fyrir þá líf-
veru, jafnvel þó að af henni
leiði úrkynjun og sníkjulíf.
Athuganir á vírusum, smæstu
lífverum sem til eru, benda til
að þróun þeirra stefni ekki í
átt til meiri f jölbreytileika held-
ur í átt til meiri einfaldleika
í byggingu og til þess að verða
háðari þeim lífsfrumum sem
þeir lifa á.
Þetta getur verið framför —
fyrir vírusana. En fyrir mann-
kynið er framþróunin fólgin í
breytingu í átt til aukinnar f jöl-
breytni og bættrar aðlögunar að
umhverfinu. I einfaldari orðum
má segja að framfarir mann-
kynsins séu í því fólgnar að
maðurinn fái betri skilning á
umhverfi sínu, verði óháðari
því og fái aukið vald yfir því.
Tilraunalíffræðingar hafa með
athugunum sínum varpað at-
hyglisverðu ljósi á sambandið
milli langlífis tegunda og ein-
staklinga. H. S. Jennings, sem
var einn af fremstu dýrafræð-
ingum Ameríku, sýndi fyrir
mörgum árum, að félagsheildir
einfruma lífvera (paremecia),
sem hann ræktaði í rannsókn-
arstofu sinni við skilyrði sem
hvað hitastig og næringu snerti
voru hin ákjósanlegustu fyrir
öra frumudeildingu, lifðu fyrst
skeið kynferðilegs vanþroska,
síðan kynþroskaskeið, sem stóð í
nokkur ár, og síðan skeið hrörn-
unar og elli einstaklinganna inn-
an heildarinnar. Að lokum dó
félagsheildin (hætti að tímg-
ast), vel að merkja við skil-
yrði sem í fyrstu virtust hin
ákjósanlegustu fyrir vöxt og
fjölgun einstaklinganna. Skil-
yrði sem virtust hagstœð ein-
staklingunum, urðu kynþættin-
um að aldurtila.
Svipaðar athuganir á annarri
tegund sömu lífveru hafa ný-
lega staðfest niðurstöður Jenn-
ings. Svona einfrumungar kunna
bersýnilega að lifa við náttúr-
leg skilyrði því að þá má alltaf
finna í ferskvatnstjörnum. I
náttúrunni virðist svo sem teg-
undinni sé haldið vakandi ef svo
mætti segja vegna þess að hún
þarf að heyja stöðuga baráttu
til að lifa. Henni er aldrei unn-
að hvíldar.
I rannsóknarstofunni hafa
verið sköpuð skilyrði sem er