Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 73
Land hins hvíta myrkurs.
Úr bókinni „The White Continent",
eftir Thomas R. Henry
EIR sem kanna suðurheim-
skautslandið kynnast fyrir-
brigðum sem eru frábrugðin
allri venjulegri reynslu. Þau
geta verið ægifögur og ógn-
þrungin, og vísindin hafa enn
ekki fundið skýringu á mörgum
þeirra.
Meginland suðurheimskauts-
ins er land hins hvíta myrkurs.
Tveir hvítklæddir menn ganga
hlið við hlið. Allt er hvítt: loft-
ið er hvítt, jörðin og himinninn
eru hvít, vindurinn sem blæs
um andlitin er hvítur af snjó-
skýjum. Allt í einu uppgötvar
annar maðurinn að hinn gengur
ekki lengur við hlið hans. Hann
er horfinn, eins og hann hafi
leystst upp í þunnu, hvítu loft-
inu. Samt heldur hann áfram
að tala eins og ekkert sé, án
þess að vita að hann er orðinn
efnisvana vofa. Rödd hans er
óbreytt, og hún virðist koma úr
sömu átt og sömu fjarlægð og
áður. Eftir örskamma stund
birtist hann aftur — ef til vill
svífandi í augnhæð fáein fet
framundan. Samt heyrist rödd
hans úr sömu átt og áður.
Þessi ,,skyndihvörf“ koma að-
eins fyrir á „hvítum dögum“,.
þegar himinninn er þakinn hvít-
um skýjum, — sem valda, að
áliti vísindamanna, því ljósfyrir-
brigði, er nefnist „margföld end-
urspeglun". Slík samsöfnun inni-
lokaðs ljóss milli jarðarinnar og
skýjanna — sem líkja má við
samsöfnun hita í gróðurhúsi —
drekkir, ef svo má segja, sjón-
inni í birtu. Auga mannsins er
lítið betur aðhæft þessu hvíta
myrkri en venjulegu, svörtu
myrkri.
Hvítu myrkri fylgja engir
skuggar. Lýsingin er svo dreifð
að ekki gætir neinnar rúmvídd-
ar, er meta megi eftir stærð og
f jarlægð hvítra hluta. Hvít jörð-
in verður ekki greind frá loftinu,
svo að ekki er unnt að sjá fót-
um sínum forráð.
Hinu hvíta ljósi fylgir mjög
mikið magn útf jólublárra geisla,
sem veldur sólbruna. Þeir koma
úr öllum áttum, og á hvítum dög-
um eru mestar líkur til að þeir
valdi sólbruna undir hökunni og
í lófunum, ef nægilega hlýtt er
til að ganga vettlingalaus.
Annað fyrirbrigði, sem virð-
ist vera í andstöðu við náttúru-
Birt með leyfi (Reader’s Digest Oct. ’51). Otg.: William Sloane Associates, Inc., N. Y.