Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 80
78
TJRVAL
Hann hafði beðið í tæpan stund-
arfjórðung þegar stúlkurnar
fóru að tínast út og tveim eða
þrem mínútum síðar sá hann
Lisette koma léttstíga út á göt-
una. Þingmanninum var vel ljóst
að útlit hans og aldur var ekki
til þess fallið að vekja aðdáun
við fyrstu sýn, en hann hafði
reynslu af því að auður hans og
staða nægðu fyllilega sem mót-
vægi gegn þessum ókostum. Lis-
ette var í fylgd með lagskonu,
sem kynni að hafa komið ístöðu-
lausari manni í vandræði, en það
kom ekki andartaks hik á þing-
manninn; hann gekk upp að hlið
hennar, lyfti hattinum kurteis-
lega, en ekki svo mikið, að sjá
mætti skallann, og bauð henni
gott kvöld.
„Bon soir, MademoiseUe“
sagði hann og brosti alúðlega.
Hún leit sem snöggvast á
hann, það vottaði fyrir bros-
viprum á rauðum vörunum, en
þær stirðnuðu jafnskjótt aftur.
Hún sneri sér undan, tók upp
samræður við lagskonu sína og
hélt áfram göngu sinni eins og
ekkert hefði gerzt. Þingmaður-
inn varð ekki fyrir neinum von-
brigðum, en sneri við og hélt
í humátt á eftir þeim í nokk-
urra metra f jarlægð. Þær gengu
hliðargötuna á enda, beygðu inn
á aðalgötu og við Place de la
Madeleine fóru þær upp í strætis-
vagn. Þingmaðurinn var harð-
ánægður. Hann dró ýmsar á-
lyktanir af því sem hann sá og
þær reyndust allar réttar. Lags-
konan sem fylgdist með henni
heim var sönnun þess að hún
átti engan viðurkenndan aðdá-
anda. Að hún sneri sér undan
þegar hann ávarpaði hana bar
vitni um að hún var vel uppalin,
hógvær og gætin, en það voru
kostir sem hann mat mikils hjá
ungum fallegum stúlkum. Og
treyjan hennar og pilsið, svarti,
yfirlætislausi hatturinn og
rayonsokkarnir báru vitni um
að hún var fátæk og því dyggð-
ug. Hún var jafnheillandi í þess-
um fötum og tizkukjólunum
sem hún hafði verið í á sýning-
unni. Það fór skrítin tilfinning
um hjarta hans. Hann hafði ekki
fundið þessa sérkennilegu, ljúf-
sáru kennd í nokkur ár, en hann
þekkti hana undir eins.
„Það er ást,“ tautaði hann
fyrir munni sér.
Hann hafði ekki búizt við að
finna til hennar framar, og hann
rétti úr sér og greikkaði sporið.
Hann gekk til skrifstofu leyni-
lögreglumanns og gaf fyrirmæli
um að upplýsinga skyldi aflað
um unga stúlku, Lisette að
nafni, sem væri tízkudama hjá
tiltekinni tízkuverzlun. Svo
minntist hann þess að í öldunga-
deildinni var verið að ræða um
skuldirnar við Bandaríkin, tók
sér leigubíl til þinghússins, fór
inn í lestrarsalinn, settist í uppá-
halds hægindastólinn sinn þar
og fékk sér notalegan blund.
Upplýsingarnar sem hann hafði
beðið um fékk hann þrem dög-
um seinna. Þær voru eins og