Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 80

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 80
78 TJRVAL Hann hafði beðið í tæpan stund- arfjórðung þegar stúlkurnar fóru að tínast út og tveim eða þrem mínútum síðar sá hann Lisette koma léttstíga út á göt- una. Þingmanninum var vel ljóst að útlit hans og aldur var ekki til þess fallið að vekja aðdáun við fyrstu sýn, en hann hafði reynslu af því að auður hans og staða nægðu fyllilega sem mót- vægi gegn þessum ókostum. Lis- ette var í fylgd með lagskonu, sem kynni að hafa komið ístöðu- lausari manni í vandræði, en það kom ekki andartaks hik á þing- manninn; hann gekk upp að hlið hennar, lyfti hattinum kurteis- lega, en ekki svo mikið, að sjá mætti skallann, og bauð henni gott kvöld. „Bon soir, MademoiseUe“ sagði hann og brosti alúðlega. Hún leit sem snöggvast á hann, það vottaði fyrir bros- viprum á rauðum vörunum, en þær stirðnuðu jafnskjótt aftur. Hún sneri sér undan, tók upp samræður við lagskonu sína og hélt áfram göngu sinni eins og ekkert hefði gerzt. Þingmaður- inn varð ekki fyrir neinum von- brigðum, en sneri við og hélt í humátt á eftir þeim í nokk- urra metra f jarlægð. Þær gengu hliðargötuna á enda, beygðu inn á aðalgötu og við Place de la Madeleine fóru þær upp í strætis- vagn. Þingmaðurinn var harð- ánægður. Hann dró ýmsar á- lyktanir af því sem hann sá og þær reyndust allar réttar. Lags- konan sem fylgdist með henni heim var sönnun þess að hún átti engan viðurkenndan aðdá- anda. Að hún sneri sér undan þegar hann ávarpaði hana bar vitni um að hún var vel uppalin, hógvær og gætin, en það voru kostir sem hann mat mikils hjá ungum fallegum stúlkum. Og treyjan hennar og pilsið, svarti, yfirlætislausi hatturinn og rayonsokkarnir báru vitni um að hún var fátæk og því dyggð- ug. Hún var jafnheillandi í þess- um fötum og tizkukjólunum sem hún hafði verið í á sýning- unni. Það fór skrítin tilfinning um hjarta hans. Hann hafði ekki fundið þessa sérkennilegu, ljúf- sáru kennd í nokkur ár, en hann þekkti hana undir eins. „Það er ást,“ tautaði hann fyrir munni sér. Hann hafði ekki búizt við að finna til hennar framar, og hann rétti úr sér og greikkaði sporið. Hann gekk til skrifstofu leyni- lögreglumanns og gaf fyrirmæli um að upplýsinga skyldi aflað um unga stúlku, Lisette að nafni, sem væri tízkudama hjá tiltekinni tízkuverzlun. Svo minntist hann þess að í öldunga- deildinni var verið að ræða um skuldirnar við Bandaríkin, tók sér leigubíl til þinghússins, fór inn í lestrarsalinn, settist í uppá- halds hægindastólinn sinn þar og fékk sér notalegan blund. Upplýsingarnar sem hann hafði beðið um fékk hann þrem dög- um seinna. Þær voru eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.