Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 56
HoUenzkux blaðamað'ur
lýsir —
HEIMSÓKN í VAXMYNDA SAFN
Madame Tussaud.
Grein úr „Elseviers Weekblad",
eftir Godfried Bomans.
VITIÐ þið, lesendur góðir,
hve margir gestir koma ár-
lega í vaxmyndasafn Madame
Tussaud í London? Svarið mun
koma flestum á óvart. Næstum
ein miljón! Það eru næstum
þrjú þúsund á dag. Þegar við
fáum auk þess að vita, að tæp-
ur tíundi hluti er útlendingar,
þá hljótum við að spyrja: í
hverju er aðdráttarafl þessa
undarlega safns fólgið? Hvað
heillar englendinginn svo mjög?
Er það ógnarkjallarinn sem
höfðar til einhvers óeðlis í
honum, eða þykir honum svona
gaman að standa fyrir framan
mikilmennin í ,,Hall of Kings“?
Hvorutveggja er þáttur í ensku
þjóðareðli. Hinn fyrri birtist
m. a. í hinni furðulega miklu
útgáfu á glæpasögum þar í landi,
og hin síðari m. a. í því mikla
rúmi sem frásagnir af sam-
kvæmislífi heldrafólks taka í
blöðum landsins.
Eitt er að minnsta kosti víst:
áhuginn á vaxmyndasafninu er,
gagnstætt öllum spádómum,
meiri nú eftir stríðið en nokkru
sinni fyrr.
Eigandi safnsins er Bernard
Tussaud. Ég sit að snæðingi
með honum og rabba við hann.
Hann er vingjarnlegur maður,
svipaður leikara til munnsins
og hefur ávana sem að jafnaði
finnst aðeins hjá klæðskerum
eða fatasölum. Hvað eftir ann-
að tekur hann í hálsbindið mitt
til að laga það og tautar „pard-
on“ um leið. Einu sinni tók hann
mál af herðabreidd minni og
skrifaði töluna á servéttuna
sína. Hann gerir þetta eins
og hálfutan við sig. Þetta er í
rauninni ekkert undarlegt, þeg-
ar haft er í huga, að Tussaud
gengur á hverjum degi fram-
hjá hinum 500 brúðum sínum og
lagar ögn á beim fötin ef með
þarf. Auk þess er það hans verk
að leggja síðustu hönd á hverja
nýja brúðu sem bætt er í safnið.
Og þá kem ég að atriði sem mér
leikur hugur á að fræðast um:
hvað verður um þær brúður,
sem verða að þoka fyrir þeim
nýju ? Og hvað ræður vali þeirra
sem víkja?
„Einmitt," segir Tussaud og
dustar fis af ermi minni um leið,
„það er mjög eðlileg spurning.
Á hverju hausti vel ég um 12