Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 43
ER KVIKMYNDALIST TIL?
41
iðnaðarins að hann fékk að
byrja aftur og síðan hefur hann
aðeins framleitt innantómar
gamanmyndir. Eisenstein, sem
vafalaust er mesti snillingur í
kvikmyndagerð er uppi hefur
verið, komst síðustu ár sín í
ónáð vegna þess að listræn
sjónarmið hans voru ekki í
samræmi við skoðanir sovét-
ráðsins. Chaplin er mesti trúð-
leikari sem uppi hefur verið.
Hann græddi offjár á snilligáfu
sinni og varð með því móti
sjálfstæður maður og gat farið
sínar eigin götur, en slíkir
menn eru ekki á hverju strái.
Það mætti nefna ótal dæmi til
viðbótar, en ég hygg að það sé
lærdómsríkara fyrir þá lista-
menn sem tengja miklar von-
ir við kvikmyndalistina að
skýra fyrir þeim hvernig kvik-
mynd verður til og taka Dan-
mörku sem dæmi.
Sem uppistaða í kvikmynd
er válin skáldsaga, leikrit eða
smásaga, sem áður hefur náð
hylli eða vakið athygli á annan
hátt. Með því móti tryggir
framleiðandinn sér áhuga al-
mennings og blaða áður en
myndin er sýnd. Því næst eru
valdir vinsælir leikarar, svo að
fólk geti sagt þegar það hefur
séð myndina: „Guð hvað Reum-
ert var góður!“ Því næst er
kvaddur til myndatökustjóri,
venjulega leikstjóri sem ekki
hefur hugmynd um hvernig
kvíkmyndaræma, kvikmynda-
vél eða klippuborð lítur út —
það nægir ef hann er þekktur.
Áður hefur einhver rithöfund-
ur útbúið kvikmyndahandritið,
600 blaðsíðna samtöl sem skipt
er í sviðsnúmer. Þessi númer
svara til þátta í leikriti. Og nú
getur myndatökustjórinn tekið
til starfa. Starf hans er í því
fólgið að útbúa stundatöflu,
sem er mikið vandaverk því að
einn leikarinn er bundinn í
leikhúsinu þennan daginn og
annar hinn; hann verður að sjá
um að einu atriði sé lokið þeg-
ar annað er tilbúið til mynda-
töku. Myndatökutíminn verður
af fjárhagsástæðum að vera
sem allra stytztur og ákveðinn
fjölda atriða verður að taka á
hverjum degi. Myndatökustjór-
inn verður sem sagt að sjá um
allt vafstur í sambandi við
myndatökuna, og þess á milli á
hann svo auðvitað að segja leik-
urunum hvað þeir eiga að segja,
það vita þeir sjaldnast fyrr en
þeir koma á sviðið. Lýsingu og
allt hið myndræna felur hann
myndatökumanninum, er jafn-
an lætur sig litlu skipta hvort
myndin, sem hann er að taka,
heitir „Jól á kaupmannsheimil-
inu“ eða „Hið rétta andlit“,
bara ef vélin hans er af nýjustu
amerískri gerð. Eftir þriggja
vikna þindarlaust strit, sem allt
miðast við að myndinni verði
lokið á sem skemmstum tíma,
getur myndatökustjórinn kast-
að mæðinni. Starfi hans er lok-
ið, aðrir fá í hendur það hlut-
verk að klippa myndina, og