Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 81

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 81
SÝND OG VERULEIKI 79 bezt varð á kosið. Mademoiselle Lisette Larion bjó hjá frænku sinni sem var ekkja í tveggja herbergja íbúð í hverfi sem nefnt var Batignolles. Faðir hennar hafði særzt og hlotið heiðursverðlaun í stríðinu og rak nú tóbaksverzlun í smábæ í Suð- vesturfrakklandi. Leigan eftir íbúðina var 2000 frankar. Hún lifði reglusömu lífi, en hafði gaman af að fara í bíó, var nítján ára og átti ekki elskhuga svo vitað væri. Dyraverði húss- ins lá vel orð til hennar og hún var velliðin af starfssystrum sínum. Augljóst var af öllu að hún var heiðvirð stúlka, og þing- maðurinn gat ekki varizt þeirri hugsun, að hún væri mjög vel til þess fallin að veita manni, sem ber á sínum herðum ábyrgð á velferð ríkisins og rekstri margra og stórra fyrirtækja, unun og hvíld í tómstundum hans. Það er óþarfi að rekja ítar- lega þær ráðstafanir sem Mon- sieur Le Sueur gerði til að ná marki sínu. Hann var of hátt- settur og of önnum kafinn til þess að annast málið sjálfur, en hann hafði einkaritara sem var mjög duglegur að tala við kjósendur sem ekki höfðu á- kveðið hvern þeir ættu að kjósa, og honum var vel treystandi til að gera fátækri en heiðarlegri stúlku Ijóst hvílíkur ávinningur henni gæti orðið að því að öðl- ast vináttu manns eins og hús- bónda hans. Einkaritarinn heim- sótti ekkjuna, Madame Saladin hét hún, og sagði henni að Monsieur Le Sueur, sem alltaf væri á undan sinni samtíð, hefði nýlega fengið áhuga á kvik- myndagerð og væri nú að undir- búa töku nýrrar myndar. Mon- sieur Le Sueur hefði veitt Mademoiselle Lisette athygli á tízkusýningu og fundizt mikið til um hve glæsilega hún bar kjólana, og honum hefði flogið í hug að hún mundi hæfa vel í eitt hlutverk hinnar fyrirhuguðu myndar. (Eins og allir gáfaðir menn fór þingmaðurinn alltaf eins nærri sannleikanum og hann gat). Einkaritarinn bauð síðan ekkjunni og frænku henn- ar til kvöldverðar þar sem nán- ari kynni gætu tekizt og þing- maðurinn gat dæmt um hvort Mademoiselle Lisette hefði þá hæfileika til kvikmyndaleiks sem hann hafði grunað. Madame Sa- ladin kvaðst skyldu spyrja frænku sína, en virtist fyrir sitt leyti líta skynsömum augum á málið. Þegar Madame Saladin bar Lisette skilaboðin og lýsti fyrir henni tign, virðuleik og völdum hins göfuga bjóðanda, yppti ung- frúin fallegu öxlunum sínum fyrirlitlega. „Cette vieille carpef' sagði hún, sem þýðir: þessi gamli sil- ungur. „Hvað gerir það til þótt hann sé gamall silungur, ef hann iæt- ur þig fá hlutverk?“ sagði Ma- dame Saladin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.