Úrval - 01.06.1952, Side 81
SÝND OG VERULEIKI
79
bezt varð á kosið. Mademoiselle
Lisette Larion bjó hjá frænku
sinni sem var ekkja í tveggja
herbergja íbúð í hverfi sem
nefnt var Batignolles. Faðir
hennar hafði særzt og hlotið
heiðursverðlaun í stríðinu og rak
nú tóbaksverzlun í smábæ í Suð-
vesturfrakklandi. Leigan eftir
íbúðina var 2000 frankar. Hún
lifði reglusömu lífi, en hafði
gaman af að fara í bíó, var
nítján ára og átti ekki elskhuga
svo vitað væri. Dyraverði húss-
ins lá vel orð til hennar og hún
var velliðin af starfssystrum
sínum. Augljóst var af öllu að
hún var heiðvirð stúlka, og þing-
maðurinn gat ekki varizt þeirri
hugsun, að hún væri mjög vel til
þess fallin að veita manni, sem
ber á sínum herðum ábyrgð á
velferð ríkisins og rekstri
margra og stórra fyrirtækja,
unun og hvíld í tómstundum
hans.
Það er óþarfi að rekja ítar-
lega þær ráðstafanir sem Mon-
sieur Le Sueur gerði til að ná
marki sínu. Hann var of hátt-
settur og of önnum kafinn til
þess að annast málið sjálfur,
en hann hafði einkaritara sem
var mjög duglegur að tala við
kjósendur sem ekki höfðu á-
kveðið hvern þeir ættu að kjósa,
og honum var vel treystandi til
að gera fátækri en heiðarlegri
stúlku Ijóst hvílíkur ávinningur
henni gæti orðið að því að öðl-
ast vináttu manns eins og hús-
bónda hans. Einkaritarinn heim-
sótti ekkjuna, Madame Saladin
hét hún, og sagði henni að
Monsieur Le Sueur, sem alltaf
væri á undan sinni samtíð, hefði
nýlega fengið áhuga á kvik-
myndagerð og væri nú að undir-
búa töku nýrrar myndar. Mon-
sieur Le Sueur hefði veitt
Mademoiselle Lisette athygli á
tízkusýningu og fundizt mikið
til um hve glæsilega hún bar
kjólana, og honum hefði flogið
í hug að hún mundi hæfa vel í
eitt hlutverk hinnar fyrirhuguðu
myndar. (Eins og allir gáfaðir
menn fór þingmaðurinn alltaf
eins nærri sannleikanum og
hann gat). Einkaritarinn bauð
síðan ekkjunni og frænku henn-
ar til kvöldverðar þar sem nán-
ari kynni gætu tekizt og þing-
maðurinn gat dæmt um hvort
Mademoiselle Lisette hefði þá
hæfileika til kvikmyndaleiks sem
hann hafði grunað. Madame Sa-
ladin kvaðst skyldu spyrja
frænku sína, en virtist fyrir sitt
leyti líta skynsömum augum á
málið.
Þegar Madame Saladin bar
Lisette skilaboðin og lýsti fyrir
henni tign, virðuleik og völdum
hins göfuga bjóðanda, yppti ung-
frúin fallegu öxlunum sínum
fyrirlitlega.
„Cette vieille carpef' sagði
hún, sem þýðir: þessi gamli sil-
ungur.
„Hvað gerir það til þótt hann
sé gamall silungur, ef hann iæt-
ur þig fá hlutverk?“ sagði Ma-
dame Saladin.