Úrval - 01.06.1952, Síða 33

Úrval - 01.06.1952, Síða 33
ÞAÐ SEM SIOUX INDÍÁNARNIR KENNDU MÉR 31 ekki samstillt hinum Miklu Máttarvöldum. Til þess að öðl- ast vitneskju um hvað gera þyrfti fóru menn til föstu á háum hæðum í von um leið- sögn. Indíánar taka ekki djöful- inn og vítiseld mjög alvarlega og hefnigjarn guð ér þeim fram- andi hugtak. Öttinn er fjarri lífsskoðun þeirra. Sioux og Cheyenne indíánarn- ir óttast ekki dauðann og líður ekki illa í návist dauðra manna. Ættingjar og vinir fóru oft til legstaðar látins manns og sett- ust á líkpallinn, eins og þeir voru áður vanir að koma í heimsókn til hans og setjast við arinn hans. Börnin höfðu náin kynni af veikindum, dauða og greftr- un og fóru oft með fullorðnum til legstaðanna. Einu sinni þegar ég var á heimleið með viðarknippi gekk ég fram á gamlan indíána, sem var að dansa, einn og alvarlegur, á litlum hól. Þegar hann varð mín var, varð ég sneypuleg og tók til fótanna, ég hafði verið að njósna um fullorðinn mann. En indíáninn kallaði mig til sín með einu orði: „Sonardóttir." Með dráttmyndum í rykið og bendingamáli sagði hann mér söguna um gömlu konuna sem bjó í tunglinu, sem nú var að rísa fullt í austri. Hann sýndi mér viðarknippið sem hún hafði týnt saman í skyndi áður en stormurinn, sem alltaf kemur með minnkandi tungli, skylli á. Svo sagði hann mér hversvegna hann hefði komið hingað, þar sem mikill maður þjóðar hans hafði verið skilinn eftir á lík- pallinum fyrir 50 árum, til þess að hverfa aftur til grassins, sem ól vísundinn, er síðar yrði fæða handa indíánunum. Þegar ég fór var gamli mað- urinn að troða í steinpípuna sína og síðustu geislar kvöldsólar- innar skinu á hrukkótt andlit hans og snyrtilega, fjöðrum- prýdda fléttuna. Hann var gam- all hermaður sem komið hafði til legstaðar höfðingja síns er fallið hafði fyrir vopnum hvítra hermanna. Samt kallaði hann barn þeirra ,,sonardóttur“ og sagði henni sögu sem gerði jafn- leiðilegt starf og viðarsöfnun virðulegt. I notkun orðanna „sonarson- ur“ og sonardóttir" er að finna, að ég hygg, kjarnann í afstöðu indíánanna til æskunnar. Það fyrsta sem barnið lærir er, að þegar um er að ræða öryggi og hag heildarinnar verði einstakl- ingurinn að setja það ofar sínum eigin hag og öryggi. En hann finnur líka frá byrjun, að allir í samfélaginu bera jafna ábyrgð á velferð hans. Sérhver arineld- ur mun bjóða hann velkominn, í sérhverjum potti mun eitt- hvað verða afgangs handa svöngum dreng, sérhvert eyra opið fyrir harmatölum hans, fagnaðarmáli og framtíðaráætl- unum. Og jafnframt því sem heimur hans stækkar, finnur hann að hann vex sjálfur með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.