Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
í sig þannig að þær verði þeim
skordýrum sem nærast á jurtun-
um banvænar.
Jurtunum er gefið eitrið ann-
að hvort með því að úða blöðin
með því, setja það í áveituvatn
eða með því að dæla því beint
í stofninn. Það berst svo með
næringarvökvanum um alla
jurtina, og blaðlýs og maurar
sem sjúga sér næringu úr jurt-
unum drepast.
,,Vinveittum“ skordýrum er
engin hætta búin af þessu eitri
— t. d. býflugunum, sem bera
frjóduft á milli jurta, og skjald-
lúsunum, sem lifa á lirfum blað-
lúsa og annarra meindýra —
því að þau sjúga ekki til sín
næringu úr jurtinni.
Víðtækar tilraunir með þessi
fosfórsambönd eru þegar hafn-
ar. Citrus rannsóknarstöðin í Ri-
verside i Kaliforníu er að prófa
um 500 þeirra, og eru mörg
þeirra fengin frá Bayer Co. efna-
verksmiðjunni í Vesturþýzka-
landi, sem áður var deild í þýzka
efnahringnum I. G. Farben.
Þessi fósfórsambönd eru upp-
haflega tilkomin í beinu fram-
haldi af rannsóknum á eiturgasi
í síðustu styrjöld, hinu svo-
nefnda ,,taugagasi“, sem er ban-
eitrað fósfórsamband. Áhrif
þeirra á skordýrin eru í því fólg-
in, að þau eyðileggja enzym sem
eru taugakerfi þeirra nauðsyn-
leg.
Ávaxtaræktendur í Kaliforníu
binda einkum vonir við þessi fos-
fórsambönd í baráttunni við vír-
ussjúkdóm í appelsínutrjám,
sem breiðist óðfluga út með
blaðlúsinni. Vísindamenn láta
sig jafnvel dreyma um að gefa
þau húsdýrum, til að vernda þau
gegn lús, maur, færilús og öðr-
um bitvargi.
— Chemistry.
Vítamín úr sorpi.
I meira en aldarfjórðung hef-
ur borgin Milwaukee í Banda-
ríkjunum haft drjúgar tekjur af
sorpi sínu með því að breyta
því í lífrænan áburð, sem gefið
var vöruheitið Milorganite. Það
er einhver næringarríkasti á-
burður sem til er, og nú virðist
svo sem í honum séu verðmæti,
sem enginn hefur hingað til haft
grun um.
Fyrir nokkrum árum lét sorp-
hreinsunarstöðin efnagreinaMil-
organite til að ganga úr skugga
um hvort ekki væri hægt að
vinna úr því einhver verðmæt
efni. Efnafræðingarnir fundu
brátt að í því er eitthvert efni,
sem örvar gerjun og eykur vín-
andamyndun í sýrópsgraut (mo-
lasses), en það er úrgangsefni
sem eftir verður, þegar sykur
er hreinsaður. Efnafræðingun-
um kom til hugar, að hér væri
um vítamín að ræða. Þegar BI2-
vítamín fannst í mauki því sem
penisillín og önnur sýklaskæð
lyf eru unnin úr, datt þeim í
hug að um sama vítamín kynni
að vera að ræða í Milorganite.
Það reyndist líka svo — í þvi
fundust eitt til fjögur milli-