Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 8

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 8
6 tTRVAL sín, og er athyglisvert að sjá hve opinskáir menn geta orðið. Svo virðist sem mikill fjöldi manna reyni að fullnægja þess- ari þörf með kynferðismökum, því að þau eru að vissu leyti auð- veldasta leiðin til að komast í náið samband, að minnsta kosti sýndarsamband við aðra mann- eskju. Þessi stöðuga leit að rekkjunaut, sem í raun og veru er dulvituð leit að einhverju öðru og kannski fyrst og fremst að lækningu á því sem Hjálmar Söderberg kallaði hina ólækn- andi einmanakennd sálarinnar, virðist mér mjög ríkt einkenni á nútímamönnum. Þessi leit, sem endar svo oft með von- brigðum, verður mönnum auð- veldari fyrir það að nú er miklu hægara en áður að flytja sig til og miklu auðveldara að hitta fólk sem líkt er ástatt um. Ég hygg að þetta stuðli mjög að því sem ég kallaði hér að fram- an sýndarofvöxt í kynlífinu. Auglýsendur og ýmsir þeir sem eitthvað hafa að selja hafa gert sér grein fyrir þessu sálarástandi nútímamannsins og láta dynja á okkur meira eða minna dulbúinn kynæsandi á- róður. Þetta á einkum við um skemmtana- og auglýsingastarf- semina, sem vafalaust gerir illt verra með því að notfæra sér þannig vandræðaástand í kyn- ferðismálum. Segja má með nokkrum rétti að svona hafi þetta alla tíð verið, en það hefur aldrei verið jafnvíðtækt, aldrei náð til jafnmikils fjölda og nú. Ekki þarf annað en fara í bíó eða fletta blaði til að sannfærast um þetta. Jafnframt eru gerðar gælur við illa dulbúna kynóra í mjög útbreiddum bóka- og blaðakosti, og má þar einkum tilnefna vikublöðin, sem jafnan undirstrika þessar kynórabók- menntir með eggjandi myndum. Meginhættan sem þessu fylgir virðist mér sú að það elur á þeirri röngu trú okkar að kyn- lífið geti fullnægt þörf okkar á nánum mannlegum tengslum. Þannig má segja að áhugi mannanna og athafnaþrá bein- ist inn á brautir kynlífsins fyrir áhrif þrýstings innan frá og að- dráttarafls utan að. Þetta væri kannski ekki svo örlagaríkt ef á menn væru ekki lagðar jafn- framt margvíslegar hömlur. Fyrir áhrif þeirra skapast innri togstreita sem veldur vanlíðan. Sýndarofvöxturinn í kynlífinu veldur næstum undantekningar- laust óttatilfinningu undir niðri, jafnvel þótt margir hæli sér af honum og telji hann merki um sterkar tilfinningar. Óttinn er tilkominn af því að sérhver menning hefur talið nauðsyn- legt að setja kynlífinu fastar reglur. Vestræn menning er að því leyti engin undantekning. Ef reglurnar eru fótum troðnar, og það er nú gert í mjög stórum stíl, þá kemur til refsing eða að minnsta kosti vanþóknun samfélagsins. Þetta á sér svo djúpar rætur í mönnunum, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.