Úrval - 01.06.1952, Qupperneq 8
6
tTRVAL
sín, og er athyglisvert að sjá
hve opinskáir menn geta orðið.
Svo virðist sem mikill fjöldi
manna reyni að fullnægja þess-
ari þörf með kynferðismökum,
því að þau eru að vissu leyti auð-
veldasta leiðin til að komast í
náið samband, að minnsta kosti
sýndarsamband við aðra mann-
eskju. Þessi stöðuga leit að
rekkjunaut, sem í raun og veru
er dulvituð leit að einhverju
öðru og kannski fyrst og fremst
að lækningu á því sem Hjálmar
Söderberg kallaði hina ólækn-
andi einmanakennd sálarinnar,
virðist mér mjög ríkt einkenni
á nútímamönnum. Þessi leit,
sem endar svo oft með von-
brigðum, verður mönnum auð-
veldari fyrir það að nú er miklu
hægara en áður að flytja sig til
og miklu auðveldara að hitta
fólk sem líkt er ástatt um. Ég
hygg að þetta stuðli mjög að
því sem ég kallaði hér að fram-
an sýndarofvöxt í kynlífinu.
Auglýsendur og ýmsir þeir
sem eitthvað hafa að selja
hafa gert sér grein fyrir þessu
sálarástandi nútímamannsins og
láta dynja á okkur meira eða
minna dulbúinn kynæsandi á-
róður. Þetta á einkum við um
skemmtana- og auglýsingastarf-
semina, sem vafalaust gerir illt
verra með því að notfæra sér
þannig vandræðaástand í kyn-
ferðismálum. Segja má með
nokkrum rétti að svona hafi
þetta alla tíð verið, en það hefur
aldrei verið jafnvíðtækt, aldrei
náð til jafnmikils fjölda og nú.
Ekki þarf annað en fara í bíó
eða fletta blaði til að sannfærast
um þetta. Jafnframt eru gerðar
gælur við illa dulbúna kynóra í
mjög útbreiddum bóka- og
blaðakosti, og má þar einkum
tilnefna vikublöðin, sem jafnan
undirstrika þessar kynórabók-
menntir með eggjandi myndum.
Meginhættan sem þessu fylgir
virðist mér sú að það elur á
þeirri röngu trú okkar að kyn-
lífið geti fullnægt þörf okkar á
nánum mannlegum tengslum.
Þannig má segja að áhugi
mannanna og athafnaþrá bein-
ist inn á brautir kynlífsins fyrir
áhrif þrýstings innan frá og að-
dráttarafls utan að. Þetta væri
kannski ekki svo örlagaríkt ef
á menn væru ekki lagðar jafn-
framt margvíslegar hömlur.
Fyrir áhrif þeirra skapast innri
togstreita sem veldur vanlíðan.
Sýndarofvöxturinn í kynlífinu
veldur næstum undantekningar-
laust óttatilfinningu undir niðri,
jafnvel þótt margir hæli sér af
honum og telji hann merki um
sterkar tilfinningar. Óttinn er
tilkominn af því að sérhver
menning hefur talið nauðsyn-
legt að setja kynlífinu fastar
reglur. Vestræn menning er að
því leyti engin undantekning.
Ef reglurnar eru fótum troðnar,
og það er nú gert í mjög stórum
stíl, þá kemur til refsing eða
að minnsta kosti vanþóknun
samfélagsins. Þetta á sér svo
djúpar rætur í mönnunum, að