Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 11
Sænskur prófessor í sjúkdómafræði
flutti nýiega eftirfarandi erindi
í sænska útvarpið —
UM KRABBAMEIN í MAGA.
Úr „Hörde Ni“,
eftir Carl Gustaf Ahlström, prófessor.
HÉR í Svíþjóð er krabbamein
í maga algengara en í
nokkru öðru líffæri*) og deyja
árlega úr því milli þrjú og f jög-
ur þúsund manns.
Hjá dýrum er magakrabbi
aftur á móti mjög sjaldgæfur.
Við látum húsdýr okkar oft lifa
tiltölulega lengi eða þangað til
þau ná þeim aldri sem í líffræði-
legum skilningi svarar til þess
aldurs þegar krabbamein fara
að gerast tíð í mönnum. Gamiir
hundar eru oft með dökkleit húð-
æxli og menn fá stundum sams-
konar æxli; einnig f á þeir ósjald-
an æxli í brjóstkirtlana eða
krabbamein í munninn; gamlir
kettir fá stundum æxli í húð og
brjóstkirtla; hestar fá krabba-
mein í húð, munn, kynfæri og
nýru, svo að nokkur dæmi séu
nefnd. En . krabbamein í maga
er ákaflega sjaldgæft hjá hús-
dýrum. Sama máli gegnir um
algeng tilraunadýr: mýs, rottur
og kanínur. 1 þeim má finna
margskonar æxli í ýmsum líf-
færum og vefjum, en í þörm-
*) Hér á landi er sömu sögu að
segja. — Þýð.
um eru þau mjög sjaldgæf og
enn sjaldséðari í maga.
Sú staðreynd, að magakrabbi
er algengur í mönnum en ákaf-
lega sjaldgæfur í dýrum er mjög
athyglisverð og vakti menn að
sjálfsögðu snemma til umhugs-
unar um það hvort eitthvað í
fæðu mannsins gæti haft áhrif
til krabbameinsmyndunar. Mat-
aræði mannsins er í einu veru-
legu atriði frábrugðið mataræði
dýranna: mennirnir hafa (til
góðs eða ills) tekið eldinn í þjón-
ustu sína við matreiðsluna.
Hugsazt gæti að við upphitun,
suðu eða steikingu fæðunnar
myndaðist eitthvert efni sem
framkallar krabbamein, eða að
heitur matur hafi ertandi á-
hrif á slímhúð magans og valdi
þannig krabbameini. Fæða okk-
ar er einnig að ýmsu öðru leyti
mjög tilreidd og margvíslega
samsett. Það styður að nokkru
leyti þá skoðun, að eitthvað í
fæðunni geti valdið skemmd í
maganum, að krabbamein í
magaopinu er algengara í mikl-
um vínneyzlulöndum en öðrum
löndum. Dánartala af völdum
krabbameins í magaopi er til-