Úrval - 01.06.1952, Side 11

Úrval - 01.06.1952, Side 11
Sænskur prófessor í sjúkdómafræði flutti nýiega eftirfarandi erindi í sænska útvarpið — UM KRABBAMEIN í MAGA. Úr „Hörde Ni“, eftir Carl Gustaf Ahlström, prófessor. HÉR í Svíþjóð er krabbamein í maga algengara en í nokkru öðru líffæri*) og deyja árlega úr því milli þrjú og f jög- ur þúsund manns. Hjá dýrum er magakrabbi aftur á móti mjög sjaldgæfur. Við látum húsdýr okkar oft lifa tiltölulega lengi eða þangað til þau ná þeim aldri sem í líffræði- legum skilningi svarar til þess aldurs þegar krabbamein fara að gerast tíð í mönnum. Gamiir hundar eru oft með dökkleit húð- æxli og menn fá stundum sams- konar æxli; einnig f á þeir ósjald- an æxli í brjóstkirtlana eða krabbamein í munninn; gamlir kettir fá stundum æxli í húð og brjóstkirtla; hestar fá krabba- mein í húð, munn, kynfæri og nýru, svo að nokkur dæmi séu nefnd. En . krabbamein í maga er ákaflega sjaldgæft hjá hús- dýrum. Sama máli gegnir um algeng tilraunadýr: mýs, rottur og kanínur. 1 þeim má finna margskonar æxli í ýmsum líf- færum og vefjum, en í þörm- *) Hér á landi er sömu sögu að segja. — Þýð. um eru þau mjög sjaldgæf og enn sjaldséðari í maga. Sú staðreynd, að magakrabbi er algengur í mönnum en ákaf- lega sjaldgæfur í dýrum er mjög athyglisverð og vakti menn að sjálfsögðu snemma til umhugs- unar um það hvort eitthvað í fæðu mannsins gæti haft áhrif til krabbameinsmyndunar. Mat- aræði mannsins er í einu veru- legu atriði frábrugðið mataræði dýranna: mennirnir hafa (til góðs eða ills) tekið eldinn í þjón- ustu sína við matreiðsluna. Hugsazt gæti að við upphitun, suðu eða steikingu fæðunnar myndaðist eitthvert efni sem framkallar krabbamein, eða að heitur matur hafi ertandi á- hrif á slímhúð magans og valdi þannig krabbameini. Fæða okk- ar er einnig að ýmsu öðru leyti mjög tilreidd og margvíslega samsett. Það styður að nokkru leyti þá skoðun, að eitthvað í fæðunni geti valdið skemmd í maganum, að krabbamein í magaopinu er algengara í mikl- um vínneyzlulöndum en öðrum löndum. Dánartala af völdum krabbameins í magaopi er til-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.