Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 90
88
XJRVAL
söluferð til Marseilles, Toulon
og Nizza. Lisette kyssti frænku
sína og síðan Monsieur le Sueur.
„Ég vonast eftir þér klukk-
an fimm á mánudaginn," hvísl-
aði hún að honum.
,,Ég kem,“ svaraði hann.
Þau óku af stað og Monsieur
Le Sueur og Madame Saladin
horfðu á eftir bílnum.
„Bara að hann geri hana nú
hamingjusama," andvarpaði Ma-
dame Saladin, sem var ekki vön
að drekka kampavín með há-
degisverðinum og var venju
fremur angurvær.
„Ef hann gerir hana ekki
hamingjusama þá er mér að
mæta,“ sagði Monsieur Le Sueur
með áherzlu.
Bíllinn hans nam staðar hjá
honum.
„Au revoir, chére Madame.
Þér náið í strætisvagn við Ave-
nue de Neuilly.“
Hann steig upp í bílinn, og
þegar hann hugsaði til þeirra
mála ríkisins sem biðu hans
andvarpaði hann sæll og ánægð-
ur. Það var auðvitað miklu
meira í samræmi við stöðu hans
að ástmey hans væri ekki bara
tízkudama í kjólaverzlun heldur
heiðarleg gift kona.
co ★ oo
Fyrirmyndarvopn.
Ég var í heimsókn hjá vini minum Barton, sem rekur forn-
gripaverzlun í bænum okkar, þegar maður kom inn í búðina
og bað um að fá að sjá gamla byssu.
„Þessi hérna,“ sagði Barton, „er einn mesti dýrgripurinn í
búðinni minni. Hún er nærri 300 ára og ber byssusmiðum þeirra
tima fagurt vitni. Nú skal ég segja yður hvernig hermenn þeirra
tíma hlóðu hana. Fyrst var tinnusteinn settur í tinnusteins-
lásinn, og svo var kúlan sett inn í hlaupið ásamt púðri úr púð-
urhorninu og á eftir var troðið bómullarhnoðra.
„Því næst,“ hélt Barton áfram með miklum látbragðshreyfing-
imi (hann var í félagi áhugaleikara í bænum), „var hleðslustöng
stungið í hlaupið og rekið fast á eftir. Síðan var stöngin tekin úr
aftur, gikkurinn spenntur og þá var byssan tilbúin."
„Og þá hafa þeir hleypt af skotinu?" spurði viðskiptavin-
urinn, dálítið utanvið sig af mælsku Bartons.
Barton stóðst ekki freistinguna. „Nei,“ sagði hann, „þegar
þessu var lokið, var stríðið venjulega búið.“
—• Stud Ulbrecht I „Magazine Digest".
★
„Góðir fundarmenn," sagði stjórnamálamaðurinn í lok langr-
ar ræðu, „ég veit að ég hef verið nokkuð langorður í kvöld,
en orð mín eru öðrum þræði töluð til framtíðarinnar."
„Og ef þú ferð ekki að hætta," greip einn fundarmanna
fram í fyrir honum, ,,þá kemst hún ekki hjá að heyra til þín
líka.“ — English Digest.