Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
fylgjast af skilningi með hinni
skarplegu rökvísi höfundarins,
finnst honum við lestur hennar
sem hann gangi á andlegum loft-
streng yfir háspekilega gjá, og
hann lýkur bókinni með þeirri
notalegu vitund, að ekkert skipti
í raun og veru neinu máli. Ég
á mér enga afsökun fyrir því
að hnupla titli svona frægrar
bókar, nema þá að hún hæfir
sögu minni eins og bezt verður
á kosið. Þó að Lisette væri heim-
spekingur aðeins í þeim skilningi
sem við erum öll heimspekingar:
að hún beitti hugsun sinni í glím-
unni við vandamál lífsins, þá var
veruleikaskyn hennar svo mátt-
ugt og sýndarhneigð hennar svo
rík, að segja mátti með nokkr-
um rétti að henni hefði tekizt
sú samrýming hins ósamrýman-
lega, sem heimspekingar hafa
öldum saman keppt að. Lisette
var frönsk, og nokkrar stundir
úr vinnudegi hennar fóru í að
klæðast og af klæðast í einni dýr-
ustu tízkuverzlun Parísar. Það
var ánægjulegt starf fyrir unga
stúlku sem vissi fullvel, að hún
hafði fallegan líkama. Hún sýndi
sem sagt tízkukjóla með því að
klæðast þeim. Hún var nógu há
til þess að geta borið kjól með
slóða af fyrirmennsku, og hún
var svo grönn um mjaðmir, að
í sportfötum var sem hún bæri
angan af heiðalyngi að vitum
manns. Náttföt bar hún af
virðuleik vegna þess hve háfætt
hún var og jafnvel hin einföld-
ustu sundföt urðu töfrandi um-
búðir um grannt mittið og lítil,
þrýstin brjóstin. Hún gat klæðzt
öllu. Feitar konur, stórar kon-
ur, stuttvaxnar, beinaberar,
mittislausar, gamlar og óásjá-
legar konur — allar sátu þær
í notalegum hægindastólum og
dáðust að fötunum sem Lisette
klæddist og keyptu þau af því
að þau fóru henni svo vel. Hún
hafði stór brún augu, stóran
rauðan munn og bjart en örlít-
ið freknótt hörund. Það var
erfitt fyrir hana að tjá þann
kulda og það kæruleysi í öllu lát-
bragði, sem virðist nauðsynlegt
hverri tízkumey þegar hún líður
inn á sviðið hægum skrefum,
snýr sér hægt í hring og hverf-
ur á brott með fyrirlitningar-
svip sem engu líkist meira en
svip úlfaldans. Það leyndist
grunur um glettni í stórum, brún-
um augunum og rauðar varirnar
virtust skjálfa eins og þær væru
reiðubúnar að tendra bros við
minnstu uppörvun. Það var
þetta blik, sem dró að sér at-
hygli Monsieur Raymond Le
Sueur.
Hann sat í eftirlíkingu af Lúð-
víks XVI stól við hlið konu sinn-
ar sem hafði fengið hann til að
koma með sér að horfa á einka-
sýningu á vortízkunni. Þetta bar
glöggt vitni greiðvikni Monsieur
Le Sueurs, því að hann var mað-
ur mjög störfum hlaðinn, og hef ði
mátt ætla að hann hefði mikii-
vægari málum að sinna en sitja í
eina klukkustund og horfa á
tylft ungra fegurðardísa sýna