Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 118
SKDÐANAKDNNUN
Um þær mundir sem þetta er
skrifað (seint í júiií) eru tíu ár
liðin síðan Urval kom fyrst út.
Það hefur nú ákveðið að halda upp
á afmælið á þann sérstæða hátt
að hnýsast eftir áliti lesendanna
á ýmsu varðandi sjálft sig. Von-
andi taka lesendurnir slíka hnýsni
ekki óstinnt upp, því að ekki er
farið fram á að þeir leggi nöfn
sín við dóminn.
Til þessarar skoðanakönnunar
er að sjálfsögðu fyrst og fremst
stofnað til að komast að óskum
lesenda varðandi efni Urvals, til
hliðsjónar fyrir ritstjórann þeg-
ar hann velur efni, en Úrvali leik-
ur hugur á að vita ýmislegt
meira, t. d. um aldur og kyn les-
endanna, atvinnu o. fl.
Þess þarf naumast að geta, að
engum ber skylda til að svara
spurningunum, en þess er fastlega
vænzt að sam allra flestir les-
endur geri Úrvali þann greiða að
svara þeim samvizkusamlega og
senda svörin. Fyrirhöfnin getur
ekki talizt mikil og kostnaður er
enginn, því að Úrval borgar burð-
argjaldið undir spjöldin til baka.
Ekki þarf annað en að koma þeim
í pósthús eða næsta póstkassa.
Og nú skulum við snúa okkur
að spumingunum og skýra nokk-
uð þær, sem helzt þurfa skýr-
inga við. 1 1. spurningunni er les-
andinn beðinn að svara hvaða 5
greinar í þessu hefti honum hafi
þótt mest um vert. Til að gera
svarið stutt er lesandinn beðinn
að tölusetja greinarnar í þeirri
röð, sem þær eru á efnisyfirlitinu
á kápunni, (1. „Óáran í menning-
unni“, 2. ,,Um krabbamein I maga“
o. s. frv., greinaflokkurinn „1
stuttu máli“ telst undir eitt) og
tilfæra síðan tölu þeirra í þeirri
röð sem hann kýs þær.
2. og 3. spuming eru sama eðlis,
en fjalla um næstu tvö hefti á
undan þessu.
4. spurning fjallar um það efni
sem aftast er I hverju hefti, en það
er ýmist útdráttur úr bókum
(skáldsögum, ævisögum o. fl.)
eða langar smásögur.
5. spuming fjallar um val les-
endanna á efnisflokkum. Með því
að nokkur vafi getur leikið á
um hvar flokka skuli einstakar
greinar, skulu hér til leiðbeiningar
nefnd nokkur dæmi um flokkun
úr þrem nýjustu heftunum.
Uppeldismál eru t. d.: „Það
sem Sioux indíánamir kenndu
mér“, „Æskan og foreldrarnir" og
„Áhrif líkamslýta og fötlunar á
skapgerð barna“.
Sálfræði og félagsmál: „Óáran
í menningunni", „Sonur minn er
eiturlyfjaneytandi", „Maðurinn
minn verður að vera ..„Bylt-
ing vísindanna", „Hversvegna tízk-
an breytist", „Unglingsstúlkan I
ljósi nútímasálfræðinnar" og
„Samyrkjuþorp í lsrael“.
Náttúrufræði og mannfræði:
„Framtíð mannsins í ljósi liffræð-
innar", „Hvernig dýrin skipta lit-
um“, „Um uppruna lífsins" og
„Apabarn í fóstri".
Landafræði og saga: „Land
hins hvíta myrkurs", „Staddur á
Norðurpólnum", „Hver er sann-
leikurinn um syndaflóðið?", „Þeir
klifu tindinn" og „Timinn og
mæling hans“.
6., 7. og 8. spurningin þarfn-
ast ekki skýringa. 9. spurningin
er um aldur og kyn lesandans.
Sé hann t. d. 32 ára gamall karl-
maður þá skrifar hann milli svig-
anna (k32), en sé hann t. d. 29
Framhald á 3. kápuslðu.
STEINOÓRBPRENT H.F.