Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
þúsund ára gamla siðmenningu.
Ég elska hann. Ég elska hann
af öllu hjarta."
Hans varð þungur á brúnina.
Honum hafði aldrei dottið í
hug, að Annetta gæti verið hrif-
in af neinum öðrum en honum
sjálfum.
,,Hvar er hann núna?“
,,Hvar heldur þú að hann sé?
1 Þýzkalandi. Hann er þar fangi
og sveltur, meðan þið étið okkur
út á húsgang. Hve oft þarf ég
að segja þér að ég hata þig?
Þú biður mig að fyrirgefa þér.
Aldrei. Þú vilt gera yfirbót. Fífl-
ið þitt.“ Hún hnykkti til höfð-
inu og óumræðilegur þjáningar-
svipur kom á andlit hennar. „Ó,
hann fyrirgefur mér. Hann er
svo nærgætinn. En samt kvel-
ur sú hugsun mig, að sá grun-
ur kunni einhverntíma að grípa
hann, að mér hafi ef til vill ekki
verið nauðgað — að ég hafi selt
blíðu mína fyrir smjör og ost
og silkisokka. Ég væri ekki sú
eina, sem það hefur gert. Og
hvernig myndi samlíf okkar
verða með þetta barn á heimil-
inu, barnið þitt, þýzkt barn?
Stórt eins og þú, ljóshært eins
og þú, bláeygt eins og þú. Ó,
guð minn góður, hvers vegna
leggur þú þetta á mig?“
Hún stóð upp og gekk hvat-
lega fram í eldhúsið. Hans
horfði hnugginn á kampavíns-
flöskuna. Hann andvarpaði og
reis á fætur. Frú Périer fylgdi
honum til dyra.
„Meintir þú það, sem þú sagð-
ir, að þú vildir giftast henni?“
spurði hún lágt.
„Já. Hvert einasta orð. Ég
elska hana.“
„Og þú ætlar ekki að taka
hana frá okkur? Þú ætlar að
verá hér og vinna hjá okkur?“
„Ég lofa því.“
„Maðurinn minn fer nú senn
að verða of gamall til að vinna
bústörfin. Heima hjá þér yrðir
þú að búa á jörðinni með bróð-
ur þínum. Hér verður þú sjálf-
stæður.“
„Ég hef líka hugsað um það.“
„Við vorum alltaf á móti því
að Annetta giftist kennaranum,
en sonur okkar, sem þá var á
lífi, var á hennar bandi. Ann-
etta var vitlaus í kennaranum.
En nú er sonur okkar dáinn,
veslings drengurinn, og allt er
breytt. Jafnvel þó að hún vildi
reka búið ein, þá gæti hún það
ekki.“
„Það væri skömm að selja
jörðina. Ég veit, hve vænt manni
þykir um land, sem maður á.“
Þau voru komin út á veginn.
Hún tók hönd hans og þrýsti
hana.
„Komdu fljótt aftur.“
Hans vissi, að hún var honum
hliðholl. Það var honum hug-
hreysting á leiðinni til Soissons.
Það var slæmt, að Annetta
skyldi elska annan mann. Sem
betur fór var hann fangi, barn-
ið myndi vera fætt löngu áður
en hann yrði látinn laus. Ef til
vill breyttist hún þá; konur voru
óútreiknanlegar. I sveitinni hans