Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 106

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL þúsund ára gamla siðmenningu. Ég elska hann. Ég elska hann af öllu hjarta." Hans varð þungur á brúnina. Honum hafði aldrei dottið í hug, að Annetta gæti verið hrif- in af neinum öðrum en honum sjálfum. ,,Hvar er hann núna?“ ,,Hvar heldur þú að hann sé? 1 Þýzkalandi. Hann er þar fangi og sveltur, meðan þið étið okkur út á húsgang. Hve oft þarf ég að segja þér að ég hata þig? Þú biður mig að fyrirgefa þér. Aldrei. Þú vilt gera yfirbót. Fífl- ið þitt.“ Hún hnykkti til höfð- inu og óumræðilegur þjáningar- svipur kom á andlit hennar. „Ó, hann fyrirgefur mér. Hann er svo nærgætinn. En samt kvel- ur sú hugsun mig, að sá grun- ur kunni einhverntíma að grípa hann, að mér hafi ef til vill ekki verið nauðgað — að ég hafi selt blíðu mína fyrir smjör og ost og silkisokka. Ég væri ekki sú eina, sem það hefur gert. Og hvernig myndi samlíf okkar verða með þetta barn á heimil- inu, barnið þitt, þýzkt barn? Stórt eins og þú, ljóshært eins og þú, bláeygt eins og þú. Ó, guð minn góður, hvers vegna leggur þú þetta á mig?“ Hún stóð upp og gekk hvat- lega fram í eldhúsið. Hans horfði hnugginn á kampavíns- flöskuna. Hann andvarpaði og reis á fætur. Frú Périer fylgdi honum til dyra. „Meintir þú það, sem þú sagð- ir, að þú vildir giftast henni?“ spurði hún lágt. „Já. Hvert einasta orð. Ég elska hana.“ „Og þú ætlar ekki að taka hana frá okkur? Þú ætlar að verá hér og vinna hjá okkur?“ „Ég lofa því.“ „Maðurinn minn fer nú senn að verða of gamall til að vinna bústörfin. Heima hjá þér yrðir þú að búa á jörðinni með bróð- ur þínum. Hér verður þú sjálf- stæður.“ „Ég hef líka hugsað um það.“ „Við vorum alltaf á móti því að Annetta giftist kennaranum, en sonur okkar, sem þá var á lífi, var á hennar bandi. Ann- etta var vitlaus í kennaranum. En nú er sonur okkar dáinn, veslings drengurinn, og allt er breytt. Jafnvel þó að hún vildi reka búið ein, þá gæti hún það ekki.“ „Það væri skömm að selja jörðina. Ég veit, hve vænt manni þykir um land, sem maður á.“ Þau voru komin út á veginn. Hún tók hönd hans og þrýsti hana. „Komdu fljótt aftur.“ Hans vissi, að hún var honum hliðholl. Það var honum hug- hreysting á leiðinni til Soissons. Það var slæmt, að Annetta skyldi elska annan mann. Sem betur fór var hann fangi, barn- ið myndi vera fætt löngu áður en hann yrði látinn laus. Ef til vill breyttist hún þá; konur voru óútreiknanlegar. I sveitinni hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.