Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 91

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 91
ÓSIGRANDI. Saga eftir W. Somerset Maugham. HANN kom aftur inn í eldhús- ið. Maðurinn lá enn á gólf- inu, þar sem hann hafði barið hann niður, og andlit hans var alblóðugt. Konan hafði hörfað upp að veggnum og starði skelfd á Willa, félaga hans, og þegar hann kom inn tók hún andköf og brast í grát. Willi sat við borð- ið með skammbyssuna í hend- inni og hálftómt vínglas fyrir framan sig. Hans gekk að borð- inu, hellti í glas sitt og tæmdi það í einum teyg. „Það lítur út fyrir að þú hafir átt í erfiðleikum, kunningi,“ sagði Willi og glotti. Hans var blóðugur í framan og það mátti greina rispur eftir fimm beittar neglur. Hann bar höndina unp að vanganum. ,,Hún hefði krafsað úr mér augun, ef hún hefði getað, bölv- uð tófan. Ég verð að bera joð á það. En það er allt í lagi með hana núna. Farðu inn til henn- ar.“ ,,Ég veit ekki. Á ég að gera það? Það er orðið framorðið.“ „Láttu ekki eins og fífl. Þú ert þó karlmaður, eða hvað? Hvað gerir til þó að það sé orð- ið framorðið? Við villtumst.“ Það var enn dagur á lofti og sólin varpaði geislum sínum inn um eldhúsglugga bóndabýlisins. Willi hikaði andartak. Hann var lágur vexti, dökkhærður og mjó- leitur, klæðskeri að iðn, og hann kærði sig ekki um að láta Hans sjá að hann væri nein skræfa. Hann stóð upp og gekk til dyr- anna, sem Hans hafði komið inn um. Þegar konan sá hvað verða vildi, rak hún upp óp og stökk fram á gólfið. „Non. Non,“ æpti hún. Hans sté eitt skref, þreif í öxl hennar og hrinti henni hrana- lega aftur á bak. Hún riðaði og féll. Hann greip skammbyssu Willa. „Hreyfið ykkur ekki,“ hrevtti hann úr sér á frönsku, en með býzkum kokhreim. Hann kink- aði kolli í áttina til dyranna. „Haltu áfram. Ég skal hafa gæt- ur á þeim.“ Willi fór út úr eldhúsinu, en kom aftur að vörmu spori. „Hún er meðvitundarlaus.“ „Hvað gerir það til ?“ ,,Ég get það ekki. Það þýðir ekkert.“ „Þú ert heimskingi. Ein Weib- chen. Kona.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.