Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 91
ÓSIGRANDI.
Saga
eftir W. Somerset Maugham.
HANN kom aftur inn í eldhús-
ið. Maðurinn lá enn á gólf-
inu, þar sem hann hafði barið
hann niður, og andlit hans var
alblóðugt. Konan hafði hörfað
upp að veggnum og starði skelfd
á Willa, félaga hans, og þegar
hann kom inn tók hún andköf og
brast í grát. Willi sat við borð-
ið með skammbyssuna í hend-
inni og hálftómt vínglas fyrir
framan sig. Hans gekk að borð-
inu, hellti í glas sitt og tæmdi
það í einum teyg.
„Það lítur út fyrir að þú hafir
átt í erfiðleikum, kunningi,“
sagði Willi og glotti.
Hans var blóðugur í framan
og það mátti greina rispur eftir
fimm beittar neglur. Hann bar
höndina unp að vanganum.
,,Hún hefði krafsað úr mér
augun, ef hún hefði getað, bölv-
uð tófan. Ég verð að bera joð
á það. En það er allt í lagi með
hana núna. Farðu inn til henn-
ar.“
,,Ég veit ekki. Á ég að gera
það? Það er orðið framorðið.“
„Láttu ekki eins og fífl. Þú
ert þó karlmaður, eða hvað?
Hvað gerir til þó að það sé orð-
ið framorðið? Við villtumst.“
Það var enn dagur á lofti og
sólin varpaði geislum sínum inn
um eldhúsglugga bóndabýlisins.
Willi hikaði andartak. Hann var
lágur vexti, dökkhærður og mjó-
leitur, klæðskeri að iðn, og hann
kærði sig ekki um að láta Hans
sjá að hann væri nein skræfa.
Hann stóð upp og gekk til dyr-
anna, sem Hans hafði komið inn
um. Þegar konan sá hvað verða
vildi, rak hún upp óp og stökk
fram á gólfið.
„Non. Non,“ æpti hún.
Hans sté eitt skref, þreif í
öxl hennar og hrinti henni hrana-
lega aftur á bak. Hún riðaði og
féll. Hann greip skammbyssu
Willa.
„Hreyfið ykkur ekki,“ hrevtti
hann úr sér á frönsku, en með
býzkum kokhreim. Hann kink-
aði kolli í áttina til dyranna.
„Haltu áfram. Ég skal hafa gæt-
ur á þeim.“
Willi fór út úr eldhúsinu, en
kom aftur að vörmu spori.
„Hún er meðvitundarlaus.“
„Hvað gerir það til ?“
,,Ég get það ekki. Það þýðir
ekkert.“
„Þú ert heimskingi. Ein Weib-
chen. Kona.“