Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 87
SÝND OG VERULEIKI
85
ei svo lágt að hefna mín á manni
sem þjónað hefur landi sínu
vel, vegna misgjörða manneskju
sem sjálfsvirðing mín knýr mig
til að fyrirlíta.“
Hann sneri sér aftur að morg-
unverðinum. Lisette sagði ekk-
ert og góða stund ríkti þögn
milli þeirra. En þegar hann hafði
satt hungur sitt varð breyting
á hugarástandi hans; hann fór
að kenna í brjósti um sjálfan
sig, og af undarlegu skilnings-
leysi á hjarta konunnar hugðist
hann vekja iðrun hjá Lisette
með því að gera sjálfan sig
brjóstumkennanlegan.
„Það er erfitt að leggja niður
venjur sem orðnar eru grónar.
Það var léttir og hugsvölun fyr-
ir mig að koma hingað þegar
ég gat séð af stund frá hinum
margvíslegu störfum mínum.
Heldurðu að þú saknir mín svo-
lítið, Lisette?"
,,Auðvitað.“
Hann andvarpaði langan.
„Ég hefði aldrei trúað að þú
gætir blekkt mig svona.“
„Blekkt þig — það er það sem
þie tekur sárast,“ sagði hún
hugsandi. „Karlmenn eru skrítn-
ir í þeim sökum. Þeir geta ekki
fyrirgefið þeim sem leikur á þá.
Það er af því þeir eru svo hé-
gómlegir. Þeir gera veður út af
því sem engu máli skiptir.“
„Finnst þér það engu máli
skipti þó að ég komi að þér þar
sem þú ert að borða morgunverð
með ungum manni í mínum eigin
náttfötum?“
„Ef hann væri eiginmaður
minn og þú værir elskhugi minn
þá mundi þér finnast það í alla
staði eðlilegt."
„Vitanlega. Því að þá væri
ég að blekkja hann og heiðri
mínum væri þá ekki misboðið."
„Sem sagt: eg þarf ekki ann-
að en giftast honum til þess að
allt sé í lagi.“
Sem snöggvast skildi hann
ekki hvað hún var að fara. En
svo rann upp ljós fyrir honum
og hann leit snöggt á hana. I
fallegu augunum hennar greindi
hann blikið sem honum hafði
alltaf fundizt svo töfrandi, og á
rauðum vörunum vottaði fyrir
glettnisbrosi.
„Gleymdu ekki að sem þing-
maður öldungadeildarinnar ber
mér samkvæmt erfðavenjum
lýðveldisins að vera meginstoð
siðgæðis og góðrar hegðunar.“
„Hvílir sú skylda þungt á
herðum þínum?“
Hann strauk snyrtilega skor-
ið skeggið á settlegan og virðu-
legan hátt.
„Eins og fis,“ sagði hann, en
þessi orð tjáðufrakknesktfrjáls-
lyndi sem ef til vill hefði komið
illa við suma íhaldssama stuðn-
ingsmenn hans.
„Mundi hann vilja giftast
þér?“ spurði hann.
„Hann elskar mig. Auðvitað
mundi hann vilja giftast mér.
Ef ég segði honum að heiman-
mundur minn væri miljón frank-
ar, mundi hann einskis spyrja
framar.“