Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 107

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 107
ÓSIGRANDI 105 hafði til dæmis verið kona, sem var svo hrifin af manninum sín- um að fólk skopaðist að því, og svo átti hún barn, og eftir það fékk hún viðbjóð á honum. Hversvegna gæti ekki hið gagn- stæða átt sér stað ? Og nú, þegar hann hafði beðið hennar, hlaut henni að vera ljóst, að hann var heiðarlegur maður. ,,Ég er asni,“ sagði hann upp- hátt við sjálfan sig. Hún hafði sagt að hann væri stór og sterk- ur og laglegur. Myndi hún hafa sagt þetta, ef henni hefði litizt illa á hann? Og hún talaði um að barnið yrði ljóshært og blá- eygt, eins og hann. Hún hlaut að vera dálítið hrif- in af honum. Hann hló með sjálf- um sér. „Það er bezt að vera þolinmóður og láta náttúruna vinna sitt verk.“ Vikurnar liðu. Þýzku blöðin, sem hermennirnir fengu, skýrðu frá því að þýzki loftflotinn væri að leggja enskar borgir í rústir og ofsahræðsla hefði gripið íbú- ana. Þýzku kafbátarnir sökktu ógrynni af enskum skipum og landið væri í svelti. Bylting væri yfirvofandi. Þjóðverjar myndu hafa gersigrað andstæðinga sína fyrir vorið. Hans skrifaði for- eldrum sínum og kvaðst ætla að giftast franskri stúlku, með henni mundi hann fá ágætis jörð. Hann ræddi um búskap við Pé- rier. Gamli maðurinn hlýddi þög- ull á Hans, þegar hann var að segja honum frá fyrirætlunum sínum. Það þyrfti að fjölga bú- peningnum; traktorinn væri of gamall, hann ætlaði að fá nýj- an frá Þýzkalandi og einnig vél- knúinn plóg. Maður yrði að nota nýtízku tæki, ef búskapurinn ætti að bera sig. Frú Périer sagði honum seinna, að maður hennar hefði sagt, að hann væri ekki slæmur strákur og virtist hafa talsvert vit á landbúnaði. Hún var orðin mjög vingjarnleg við hann og bauð honum að borða með þeim á sunnudögum. Hún sneri nafni hans á frönsku og kallaði hann Jean. Hann var allt- af reiðubúinn að aðstoða þau, og eftir því sem tíminn leið og Annetta átti erfiðara með að sinna störfum, var þægilegt að hafa mann við höndina, sem taldi ekki eftir sér að gera verkin. Annetta sýndi honum alltaf jafnmikinn f jandskap. Hún yrti aldrei á hann, nema til að svara beinum spurningum hans, og hún flýtti sér alltaf inn í her- bergið sitt þegar hann kom. Þegar hún gat ekki haldizt þar við fyrir kulda, sat hún við eldavélina, saumaði eða las og lét sem hún sæi hann ekki. Hún leit ágætlega út. Það var roði í kinnum hennar og Hans fannst hún vera falleg. Dag nokkurn, þegar hann var á leiðinni þangað, sá hann að frú Périer stóð á veginum og gaf honum bendingu um að stað- næmast. Hann steig fast á heml- ana. ,,Ég hef beðið eftir bér í klukkutíma. Ég hélt að þú ætl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.