Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 23

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 23
„STYRJÖLDIN SEM VÉR ÓSKUM EKKI EFTIR“ 21 þegar við lentum, þó að atóm- sprengjan hafi hlotið að drepa þúsundir hermanna. Orustan var háð af dæmafárri heift, en sveit- um okkar tókst að ryðja sér braut inn í neðanjarðargöngin og vísindamennirnir tóku til starfa. Þeir unnu verk sitt vel! Við yfirgáfum svæðið í vel var- inni flugvél með tiltekin efni, en án þeirra eru atómsprengjur Stalins ónothæfar. Verkinu er lokið. Rauðliðar munu aldrei framar varpa atómsprengju. En í dimmum dalnum urðu hermenn okkar eftir. Þeir týna smátt og smátt tölunni í hetjulegri vörn gegn rauðliðum, sem sífellt berst liðsauki. Við vonum að geta haldið flugvellinum í tvo daga til þess að unnt verði að bjarga leifum fallhlífahersins. Hinn frjásli heimur stendur í mikilli þakkarskuld við þessa hug- diörfu hermenn, sem fórna lífi sínu til þess að almenningur þurfi ekki framar að óttast rúss- neskar atómsprengjur." Nú gefa Sþ út Denver-yfirlýs- inguna, sem fjallar um friðinn og almenn lýðræðisleg réttindi. Kínverjar sjá hvert stefnir og taka upp samninga við Sþ fvrir milligöngu Sviss, sem er hlut- laust. Þriðji og síðasti þáttur styrj- aldarinnar hefst í apríl 1954. Herstyrkur Sþ er nú orðinn nægilegur til gagnsóknar. Nú kemur til kasta herforingjanna og fótgönguliðsins. Nútíma- styrjöld byrjar kannski með atómsprengjum, en í lokin verð- ur ekki komizt hjá að beita byssustingjunum. Landher Sþ sækir fram til Pripet-mýranna, Kieff og Krím, og það verður æ Ijósara að Sovétríkin eru í upplausn. Byltingar blossa upp í leppríkjunum. Stalin hverfur og Beria, yfirmaður leynilög- reglunnar verður einræðisherra. í janúar 1955 er upplausnin al- ger og bardögum er hætt. I Rúss- landi geysar borgarastyrjöld og koma pólitískir fangar frá Sí- beríu mikið við sögu hennar. Næst snýr Colliers sér í fróm- um hug að uppbyggingunni í Rússlandi, og hefur Arthur Koestler tekið að sér að lýsa henni. Koestler lýsir hruninu innanlands, sem byrjar með upp- reisn í fangabúðunum í Síber- íu. Miljónir örvæntingarfullra manna hrista af sér hlekkina og síðan hefst hatröm barátta milli forhertra glæpamanna sem hyggja á morð, rán og nauðgan- ir, og hinna pólitísku fanga, hug- sjónamannanna — hinna and- legu skyldmenna Koestlers — sem leitast við að koma á reglu. Pólitísku fangarnir fara með sigur af hólmi og mynda óháð ríki, sem situr að auðugustu gullnámum heimsins í Kolyma. Þetta er strik í reikninginn, seg- ir Koestler og getur ekki leynt Þórðargleði sinni þegar hann bætir við, að meðal bandamanna hafi raunar þegar verið byrjað leynimakk og rifrildi út af gull- inu. Hið nýja ríki tekur upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.