Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 23
„STYRJÖLDIN SEM VÉR ÓSKUM EKKI EFTIR“
21
þegar við lentum, þó að atóm-
sprengjan hafi hlotið að drepa
þúsundir hermanna. Orustan var
háð af dæmafárri heift, en sveit-
um okkar tókst að ryðja sér
braut inn í neðanjarðargöngin
og vísindamennirnir tóku til
starfa. Þeir unnu verk sitt vel!
Við yfirgáfum svæðið í vel var-
inni flugvél með tiltekin efni, en
án þeirra eru atómsprengjur
Stalins ónothæfar. Verkinu er
lokið. Rauðliðar munu aldrei
framar varpa atómsprengju. En
í dimmum dalnum urðu hermenn
okkar eftir. Þeir týna smátt og
smátt tölunni í hetjulegri vörn
gegn rauðliðum, sem sífellt berst
liðsauki. Við vonum að geta
haldið flugvellinum í tvo daga
til þess að unnt verði að bjarga
leifum fallhlífahersins. Hinn
frjásli heimur stendur í mikilli
þakkarskuld við þessa hug-
diörfu hermenn, sem fórna lífi
sínu til þess að almenningur
þurfi ekki framar að óttast rúss-
neskar atómsprengjur."
Nú gefa Sþ út Denver-yfirlýs-
inguna, sem fjallar um friðinn
og almenn lýðræðisleg réttindi.
Kínverjar sjá hvert stefnir og
taka upp samninga við Sþ fvrir
milligöngu Sviss, sem er hlut-
laust.
Þriðji og síðasti þáttur styrj-
aldarinnar hefst í apríl 1954.
Herstyrkur Sþ er nú orðinn
nægilegur til gagnsóknar. Nú
kemur til kasta herforingjanna
og fótgönguliðsins. Nútíma-
styrjöld byrjar kannski með
atómsprengjum, en í lokin verð-
ur ekki komizt hjá að beita
byssustingjunum. Landher Sþ
sækir fram til Pripet-mýranna,
Kieff og Krím, og það verður
æ Ijósara að Sovétríkin eru í
upplausn. Byltingar blossa upp
í leppríkjunum. Stalin hverfur
og Beria, yfirmaður leynilög-
reglunnar verður einræðisherra.
í janúar 1955 er upplausnin al-
ger og bardögum er hætt. I Rúss-
landi geysar borgarastyrjöld og
koma pólitískir fangar frá Sí-
beríu mikið við sögu hennar.
Næst snýr Colliers sér í fróm-
um hug að uppbyggingunni í
Rússlandi, og hefur Arthur
Koestler tekið að sér að lýsa
henni. Koestler lýsir hruninu
innanlands, sem byrjar með upp-
reisn í fangabúðunum í Síber-
íu. Miljónir örvæntingarfullra
manna hrista af sér hlekkina
og síðan hefst hatröm barátta
milli forhertra glæpamanna sem
hyggja á morð, rán og nauðgan-
ir, og hinna pólitísku fanga, hug-
sjónamannanna — hinna and-
legu skyldmenna Koestlers —
sem leitast við að koma á reglu.
Pólitísku fangarnir fara með
sigur af hólmi og mynda óháð
ríki, sem situr að auðugustu
gullnámum heimsins í Kolyma.
Þetta er strik í reikninginn, seg-
ir Koestler og getur ekki leynt
Þórðargleði sinni þegar hann
bætir við, að meðal bandamanna
hafi raunar þegar verið byrjað
leynimakk og rifrildi út af gull-
inu. Hið nýja ríki tekur upp