Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 74
'72
ÚRVAL
lögmálin, varð fyrst á vegi dr.
Paul Siple, fyrirliða vísinda-
manna í einum leiðangri flot-
ans. Eitt sinn er dr. Siple var
að kanna ísbreiðuna í rösklega
þriggja km fjarlægð frá tjald-
búðunum, sá hann allt í einu að
tjöldin höfðu stækkað geysilega
og gnæfðu við himin eins og
strýtumyndaðir skýjakljúfar.
Svo dró ský fyrir sólu og vind-
áttin breyttist lítið eitt. Sem
hendi væri veifað hurfu tjöldin,
en eftir var aðeins auð snjó-
breiðan. Dr. Siple lagðist á hné
og komu þá hinir brúnu skýja-
kljúfar aftur í ljós. Þegar hann
stóð upp aftur, hurfu þeir að
nýju.
Mörg þessara undarlegu fyrir-
brigða má skýra með því að líkja
suðurheimskautslandinu við
geysimikinn speglasal. Tálsýn-
irnar orsakast af broti ljóssins
þegar það fer í gegnum hlý og
köld loftlög. Tvöföld og þreföld
sólsetur og sólaruppkomur eru
algeng. Skip sigla á hvolfi í skýj-
unum. Inni á miðri ísbreiðunni
má sjá skip á siglingu með rjúk-
andi reykháfa, þó að auður
sjór sé hvergi nær en 100 míl-
ur. Hrikaleg fjöll bera við
himin. Þau virðast vera fárra
stunda ferð í burtu, en í raun
og veru eru þau í tuga dagleiða
fjarlægð.
Sir Ernest Shackleton lýsir í
dagbók sinni fölskum sólarupp-
komum og sólsetrum, sem hann
og félagar hans sáu rétt áður en
heimskautsnóttin skall á: ,,Ég
hafði horft á sólina setjast í síð-
asta skipti og hafði orð á því
að nú mundi hún ekki sjást í
90 daga. En eftir átta daga kom
hún upp aftur. Hún hafði horfið
og komið upp aftur fyrir áhrif
ljósbrots. Stundum sáum við
sólina setjast og koma upp aft-
ur æ ofan í æ, unz við vorum
orðnir þreyttir að horfa á
hana.“
Skipshöfn á ísbrjót, sem var
á suðurleið gegnum þéttan rekís
á gamlárskvöld 1946, sá birtast
við sjóndeildarhring í suðri eitt-
hvað sem virtist vera græn
strandbreiða; snöggslegnir gras-
blettir, girtir limgirðingum,
teygðu sig skáhallt upp í dún-
skýin á himninum. Þetta minnti
einna helzt á kínverska lands-
lagsmynd, 50 mílna langa og 10
mílna breiða.
Þegar menn eru komnir suður
fyrir heimskautsbauginn, eru
þeir hver um sig einu pundi
þyngri en þeir voru þegar þeir
fóru yfir miðbaug, án þess þó
að hafa bætt á sig neinum hold-
um. Aðdráttarafl jarðarinnar er
sem sé meira þarna suðurfrá
en við miðbauginn. Og hér anda
menn frá sér regnbogum. Rak-
inn í útöndunarloftinu frýs sam-
stundis og myndar ský úr milj-
ónum ískristalla. Þegar sólin
skín í gegnum þessa kristalla,
myndast hver regnbogahringur-
inn á fætur öðrum, og virðast
þeir koma út úr munninum.
Á meginlandi suðurheim-
skautsins þekkist ekki rotnun,