Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 52
Merkustu nýjungar í vísindum 1951
Úr „Science News Letter“.
AMERÍSKA vikuritið Science
News Letter, sem eingöngu
er helgað vísindum og tækni,
birtir um hver áramót ítarlega
upptalningu á þeim framförum
og uppgötvunum, sem gerðar
hafa verið á árinu á undan. Hér
fer á eftir útdráttur úr yfirliti
ársins 1951.
F ornleif af ræði.
í Hotu hellinum í íran fund-
ust þrjár beinagrindur, sem án
alls efa eru af nútímamanni,
ásamt dýrabeinum og tinnu-
steinsverkfærum. Fundur þessi
var í lögum frá eldri steinöld,
undir yngri steinaldar- og járn-
aldarlögum.
í Japan hafa fundizt leirker
frá steinöld og eru þau svo lík
að gerð kerum fornra indíána
í Ameríku, að þau eru talin sönn-
un þess að eitthvert samband
hafi verið milli japana og ame-
rískra indíána á steinöld.
Elztu fornminjar um búskap
manna fundust í íran. Þær eru
um 8000 ára gamlar og eru
sönnun þess að þeirra tíma
bændur hafa ræktað korn og
nytjað húsdýr til matar, fatn-
aðar og mjólkur.
í Englandi var grafið upp 9
—10.000 ára gamalt birkitré,
sem ber þess merki að það hafi
verið höggvið og eru það elztu
menjar um viðarhögg, sem fund-
izt hafa.
Elztu hús, sem fundizt hafa í
Ameríku, sennilega meira en
3000 ára, voru grafin upp í Kali-
forníu.
í Mycenae í Grikklandi voru
grafin upp 3500 ára gömul olíu-
leirker, sem innsigluð höfðu ver-
ið með fingraförum, og voru
fingraförin enn skýr. Þetta eru
elztu fingraför sem fundizt hafa.
Stjörnufræði.
Með útvarpsstjörnukíkjum
(kíkjum sem nota útvarpsbylgj-
ur í stað ljósbylgna) fékkst
fyrsta ótvíræða sönnun þess að
í geimnum milli stjarnanna er
vetni.
Sannprófað var að vetnis-
kjarnar (prótónur) í aurora
borealis (norðurljósunum) fari
með allt að 3200 km hraða á
sekúndu.
Nýtt Júpíterstungl fannst á
árinu, og eru nú þekkt 12 tungl
þessarar stóru plánetu.
Byggður var stærsti útvarps-
stjörnukíkir í heimi, 15 metrar
í þvermál, og á að nota hann til
að hlusta á míkróbylgjumerki
frá sólinni, tunglinu og stjörn-
unum.