Úrval - 01.06.1952, Side 52

Úrval - 01.06.1952, Side 52
Merkustu nýjungar í vísindum 1951 Úr „Science News Letter“. AMERÍSKA vikuritið Science News Letter, sem eingöngu er helgað vísindum og tækni, birtir um hver áramót ítarlega upptalningu á þeim framförum og uppgötvunum, sem gerðar hafa verið á árinu á undan. Hér fer á eftir útdráttur úr yfirliti ársins 1951. F ornleif af ræði. í Hotu hellinum í íran fund- ust þrjár beinagrindur, sem án alls efa eru af nútímamanni, ásamt dýrabeinum og tinnu- steinsverkfærum. Fundur þessi var í lögum frá eldri steinöld, undir yngri steinaldar- og járn- aldarlögum. í Japan hafa fundizt leirker frá steinöld og eru þau svo lík að gerð kerum fornra indíána í Ameríku, að þau eru talin sönn- un þess að eitthvert samband hafi verið milli japana og ame- rískra indíána á steinöld. Elztu fornminjar um búskap manna fundust í íran. Þær eru um 8000 ára gamlar og eru sönnun þess að þeirra tíma bændur hafa ræktað korn og nytjað húsdýr til matar, fatn- aðar og mjólkur. í Englandi var grafið upp 9 —10.000 ára gamalt birkitré, sem ber þess merki að það hafi verið höggvið og eru það elztu menjar um viðarhögg, sem fund- izt hafa. Elztu hús, sem fundizt hafa í Ameríku, sennilega meira en 3000 ára, voru grafin upp í Kali- forníu. í Mycenae í Grikklandi voru grafin upp 3500 ára gömul olíu- leirker, sem innsigluð höfðu ver- ið með fingraförum, og voru fingraförin enn skýr. Þetta eru elztu fingraför sem fundizt hafa. Stjörnufræði. Með útvarpsstjörnukíkjum (kíkjum sem nota útvarpsbylgj- ur í stað ljósbylgna) fékkst fyrsta ótvíræða sönnun þess að í geimnum milli stjarnanna er vetni. Sannprófað var að vetnis- kjarnar (prótónur) í aurora borealis (norðurljósunum) fari með allt að 3200 km hraða á sekúndu. Nýtt Júpíterstungl fannst á árinu, og eru nú þekkt 12 tungl þessarar stóru plánetu. Byggður var stærsti útvarps- stjörnukíkir í heimi, 15 metrar í þvermál, og á að nota hann til að hlusta á míkróbylgjumerki frá sólinni, tunglinu og stjörn- unum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.