Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
Annetta. Það var ekki mér að
kenna, það voru kringumstæð-
urnar. Getur þú fyrirgefið
mér?“
Hún leit á hann hatursfullu
augnaráði.
„Aldrei. Af hverju lætur þú
mig ekki í friði? Er það ekki
nóg, að þú hefur eyðilagt líf
mitt?“
„Það er nú einmitt það. Ef
til vill hef ég ekki gert það.
Þegar ég komst að því, að þú
værir ófrísk, fannst mér það í
fyrstu aðeins dálítið skrítið. Nú
er mér öðruvísi innanbrjósts.
Það hefur gert mig stoltan.“
„Stoltan?“ hreytti hún úr sér.
„Ég vil að þú eigir barnið,
Annetta. Ég er glaður yfir því
að þú skyldir ekki geta losað
þig við það,“
„Hvernig vogar þú þér að
segja þetta?“
„Hlustaðu á mig. Ég hef ekki
hugsað um annað síðan ég frétti
þetta. Stríðinu verður lokið eftir
sex mánuði. Við sigrum Eng-
lendinga næsta vor. Þeir geta
ekki staðið okkur snúning. Og
þá losna ég úr hernum og þá
ætla ég að giftast þér.“
„Þú? Hvers vegna?“
Hann roðnaði. Hann kom sér
ekki að því að segja bað á
frönsku. svo að hann sagði það
á þýzku. Hann vissi, að hún
skildi það mál.
„Ich liebe dich.“
„Hvað er hann að segja?“
spurði frú Périer.
„Hann segist elska mig.“
Annetta rak upp hlátur. Hún
hló hærra og hærra og gat ekki
hætt. Hún grét af hlátri. Frú
Périer sló hana utan undir.
„Taktu ekkert mark á þessu,“
sagði hún við Hans. „Þetta er
móðursýki. Það stafar af þung-
uninni, þú skilur.“
Annetta tók andköf. Hún var
farin að jafna sig.
„Ég kom með kampavíns-
flöskuna til þess að við gætum
haldið trúlofun okkar hátíð-
lega,“ sagði Hans.
„Það sárgrætilegasta er,
sagði Annetta, „að við skyld-
um vera sigruð af fíflum, af
svona fíflum.“
Hans hélt áfram að tala á
þýzku.
„Ég vissi ekki að ég elskaði
þig, fyrr en ég komst að því að
þú værir ófrísk. Það kom allt
í einu yfir mig eins og þruma,
en ég held að ég hafi alltaf
elskað þig.“
„Hvað er hann að segja?“
spurði frú Périer.
„Ekkert merkilegt.“
Hann fór aftur að tala á
frönsku. Plann vildi að foreldrar
Annettu skildu það sem hann
sagði.
„Ég mundi vilja giftast þér
strax. en herstjórnin leyfir það
ekki. Og þið skuluð ekki halda
að ég sé einhver landshorna-
maður. Faðir minn er efnaður
og við erum vel kvnnt heima
í sveitinni minni. Ég er elztí
sonurinn og þig mun ekkert
skorta.“